Fréttir

List og lífsskoðun (3. bindi)

List og lífsskoðun (3. bindi)

Í þessu þriðja bindi Listar og lífsskoðunar birtist okkur enn frekar heimspekileg nálgun Sigurðar Nordal á tilveruna með áleitnum spurningum um líf og dauða. Erindi Sigurðar á fyrri hluta 20. aldar birtu Íslendingum áður óþekkta nálgun á tilveruna með því að sameina forna heimspeki og nýja. Nýlunda þess var án efa hæfileiki Sigurðar til að setja slík fræði og visku í beint samhengi við veruleika og áskoranir Íslendinga svo úr varð þjóðleg heimspeki.

Sömuleiðis kynnist hlustandinn hlutverki Sigurðar Nordal sem þjóðfélagsrýnis og áhrifavalds á sviði samfélagsmála enn betur. Í gegnum fjölmargar ræður og erindi um hin ýmsu þjóðþrifamál birtist hugmyndafræðilegur andi Sigurðar sem umbótamanns fyrir bættum hag Reykvíkinga. Nefna má erindi um lýðheilsu, sund, menntun og útivist. Áhrif hans á þróun íslensks samfélags á 20. öld verða seint metin til fulls þó bók þessi geri hlustandanum skýra grein fyrir hlutverki Sigurðar sem áhrifavalds í þeim málum.

Svavar Jónatansson les.

Barnasögur 4

Barnasögur 4

Hér eru sjö barnasögur af gamla skólanum. Sögurnar heita: Hérinn og skjaldbakan (höfundur ókunnur). Rennibraut álfanna (höfundur ókunnur). Systir sólarinnar (saga byggð á þjóðsögu frá Lapplandi). Steinsmiðurinn (saga byggð á japönsku ævintýri). Pönnukakan (höfundur ókunnur). Gullbrá og birnirnir þrír (höfundur ókunnur). Stígvélaði kötturinn (eftir Charles Perrault). Sögurnar taka um 46 mínútur í lestri.

Margrét Ingólfsdóttir les.

Sendiboði keisarans

Sendiboði keisarans

Skáldsagan Sendiboði keisarans eða Síberíuförin eftir Jules Verne heitir á frummálinu Michel Strogoff. Söguhetjan er send í leiðangur frá Moskvu til Síberíu, til að koma skilaboðum til bróður keisarans.

Sigurður Arent Jónsson les.

1. John Prine  – Söngelski póstburðamaðurinn

1. John Prine – Söngelski póstburðamaðurinn

Við bjóðum nú upp á hlaðvarp í þremur hlutum um hinn geðþekka tónlistarmann John Prine þar sem farið er yfir feril hans. Prine var einstakur lagahöfundur og flytjandi sem hafði áhrif á marga ekki síst aðra tónlistarmenn s.s. Bob Dylan, Bonnie Raitt, Kris Kristofferson og Johnny Cash svo einhverjir séu nefndir. Hægt er að nálgast lagalista með hlaðvarpinu á Spotify. Hann er að finna undir notendanafninu ingolfurbk og nefnist þar John Prine - Hlaðvarp

Bóndinn í Bráðagerði

Bóndinn í Bráðagerði

Bóndinn í Bráðagerði er einstaklega skemmtileg saga þar sem ólík sjónarmið takast á. Hér er á ferðinni ein af þessum týndu perlum íslenskrar bókmenntasögu.

Hér segir frá bónda nokkrum sem heldur til höfuðstaðarins í þeim tilgangi að rétta hlut landsbyggðarinnar og lendir þar í átökum við ráðuneytismenn og fleiri. Skemmtilegar mannlýsingar gera söguna ljóslifandi og höfundur tvinnar saman á listilegan hátt gamni og alvöru. Kjarni sögunnar er barátta einstaklingsins við kerfið og segja má að margt í henni megi heimfæra á nútímann.

Höfundur skrifaði söguna undir dulnefninu Álfur Utangarðs.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

Doktor Vivanti

Doktor Vivanti

Doktor Vivanti er spennandi skáldsaga eftir breska rithöfundinn Sydney Horler.

Sögusviðið er England á fyrri hluta tuttugustu aldar. Hér segir frá glæpagengi sem stefnir á að ná yfirráðum á heimsvísu með hættulegu leynivopni. Foringi þessa félagsskapar nefnist Doktor Vivanti og hefur hópurinn aðalbækistöð í húsi einu langt frá alfaraleið. Ráðamenn í Englandi eru farnir að hafa veður af genginu. Ungur maður að nafni Pétur Foyle er tengdur einum af ráðamönnum þjóðarinnar og ákveður hann upp á eigin spýtur að reyna að komast inn í glæpahópinn með það að markmiði að ráða niðurlögum hans. Sagan er bæði spennandi og fjörug, og ástin er ekki langt undan.

Þýðandi er Jón Leví.

Þóra Hjartardóttir les.

The Great Gatsby

The Great Gatsby

Skáldsagan The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald er ein af þessum stórkostlegu skáldsögum sem eiga erindi til fólks á öllum tímum. Sagan gerist snemma á 20. öld og þykir lýsa af ótrúlegri næmni því hugarfari sem ríkti í Bandaríkjunum á þeim tíma. Hún kom fyrst út árið 1925 og er talin ein af lykilbókum bandarískra bókmennta og skyldulesning allra sem vilja vera teknir alvarlega í bókmenntalegri umræðu.

Adrian Wilson les á ensku.

 

Friðþjófssaga

Friðþjófssaga

Þýðing Matthíasar Jochumssonar á ljóðaflokki Tegnérs kom fyrst út árið 1866 og átti stóran þátt í að auka hróður Matthíasar sem skálds. Var hann rétt rúmlega þrítugur þegar þýðingin birtist en áður hafði hann skrifað leikritið Útilegumennina (Skugga-Svein) (1865).

Tegnér sagði Friðþjófssögu í mörgum ljóðaflokkum undir mismunandi háttum að dæmi íslenskra rímnaskálda. Óhætt er að segja að þýðing Matthíasar sé frábærlega af hendi leyst, t.d. yrkir Matthías undir svipuðum bragarháttum og Tegnér notaði. Sum ljóðanna eru í flokki þess besta sem Matthías orti og segir það töluvert um gæðin.

Esaias Tegnér (1782-1846) var sænskur rithöfundur og skáld, prófessor í grísku og biskup. Er hann af mörgum talinn faðir nútíma ljóðlistar í Svíþjóð og er það ekki síst að þakka ljóðaflokknum sem hann vann upp úr Friðþjófs sögu. Friðþjófs saga er ein af fornaldarsögum Norðurlanda og hefur þar svipaða stöðu og Gunnlaugs saga ormstungu í flokki Íslendingasagna, þ.e. þar sem áherslan er á ástina. Fræðimenn hafa talið að hún kynni að vera samin eftir ástarsögunni Flóres og Blankiflúr sem er austræn að uppruna og vel þekkt á miðöldum og til í íslenskri þýðingu.

Útgáfan sem hér er lesin er sú fjórða sem kom út og þar hafði Matthías endurskoðað þýðingu sína og ort nokkra kafla undir nýjum bragarhætti. Hefur eldri þýðingunum verið bætt aftan við, hlustendum til glöggvunar og samanburðar.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Heiðabrúðurin

Heiðabrúðurin

Heiðabrúðurin eftir barónessuna Emmu Orczy er ástar- og átakasaga. Hún gerist í litlum bæ í Ungverjalandi og aðalsögupersónurnar eru Andor og Elsa. Sagan hefst þegar verið er að kalla Andor í herinn, en við honum blasir þriggja ára herskylda. Elsa heitir því að bíða eftir honum. Þegar Andor kemur ekki heim á tilsettum tíma og fregnir berast um að hann sé látinn felst Elsa á óskir foreldra sinna um að giftast Bela, illa þokkuðum áhrifamanni í bænum. Daginn fyrir brúðkaup þeirra Elsu og Bela birtist Andor og hefst þá spennandi atburðarás.

Emma (Emmuska) Orczy (1865-1947) fæddist í Ungverjalandi og var af aðalsættum, en flutti á unglingsaldri til Englands. Hún gekk þar í listaskóla og kynntist þar listamanninum Henry Montague Barstow, sem varð eiginmaður hennar. Emma fór að þýða og skrifa, fyrst með manni sínum, til að auka tekjur fjölskyldunnar. Hún varð brátt vinsæll höfundur og eftir hana liggur fjöldi verka, skáldsögur og leikrit, auk þýðinga. Vinsælastar sagna hennar eru um Rauðu akurliljuna, en hún gaf út nokkrar bækur um þá söguhetju.

Þess má geta að í þeirri þýðingu sem hér er lesin er einu kaflanúmeri sleppt.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

Hákarlalegur og hákarlamenn

Hákarlalegur og hákarlamenn

Bókina Hákarlalegur og hákarlamenn skrifaði Theódór að beiðni ýmissa framámanna sem vildu að sú þekking sem hann hafði á þessum atvinnuvegi, þessum stórmerka þætti í atvinnusögu okkar Íslendinga, glataðist ekki. Var hann m.a. kostaður af Sigurði Nordal þegar hann skrifaði bókina.

Er hér um að ræða ómetanlega heimild um líf sem Theódór þekkti vel af eigin raun, þar sem dauðinn var sífellt nálægur og lífsbaráttan hörð. Theódór segir okkur hér frá því hvernig menn sóttu hákarl, hvaða nytjar var hægt að hafa af honum, frá mönnunum sem sóttu hann í hyldýpi hafsins og öðru sem þessu tengdist. Og hann segir okkur það á sinn ótrúlega látlausa og einfalda hátt þannig að við verðum næstum því þátttakendur í öllu saman. Slíkt geta bara snillingar.

Theódór Friðriksson (1876-1948) rithöfundur var eitt af undrabörnum íslenskrar menningarsögu. Sjálfsævisaga hans Í verum kom út í tveim bindum árið 1941, og varð þegar í stað þekkt um allt land, lesin af ungum og gömlum, og dáð af öllum sem kunnu að meta vel sagða sögu á auðugu og hressilegu máli.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Algjör klassík

Sýna allt
Book cover image

Fyrsta greifafrúin í Wessex

Thomas Hardy

Fyrsta greifafrúin í Wessex

Thomas Hardy

img

Ben Húr

Lewis Wallace

img

Maríukirkjan í París

Victor Hugo

img

Makt myrkranna

Bram Stoker

img

Yngismeyjar

Louisa May Alcott

Book cover image

Sjómannalíf

Rudyard Kipling

Sjómannalíf

Rudyard Kipling

img

Háttprúða stúlkan

Louisa May Alcott

Book cover image

Skytturnar þrjár: 1. Skyttulið konungs

Alexandre Dumas

Skytturnar þrjár: 1. Skyttulið konungs

Alexandre Dumas

img

Tilhugalíf

Louisa May Alcott

img

Kapitola / Kapitóla

E. D. E. N. Southworth

Stórskemmtilegar styttri sögur

Sýna allt
img

Þjófurinn

Franz Wichmann

Book cover image

Aphasia

O. Henry

Aphasia

O. Henry

img

Blindi maðurinn

Sophie Bawr

Book cover image

Landshöfðinginn í Júdeu

Anatole France

Landshöfðinginn í Júdeu

Anatole France

Book cover image

Öll fimm

Helen Stöckl

Öll fimm

Helen Stöckl

Book cover image

Taflið

ókunnur höfundur

Taflið

ókunnur höfundur

Book cover image

Gjaldkerinn

Edward Noyes Westcott

Gjaldkerinn

Edward Noyes Westcott

Book cover image

Land blindingjanna

H. G. Wells

Land blindingjanna

H. G. Wells

Book cover image

Saga um klukkustund

Kate Chopin

Saga um klukkustund

Kate Chopin

Book cover image

Fagrar konur

Anton Chekhov

Fagrar konur

Anton Chekhov

Hlaðvörp ritstjórans

Sýna allt
img

1. Boris Pasternak og Sívagó læknir

Ritstjóri Hlusta.is

img

2. Boris Pasternak og Sívagó læknir

Ritstjóri Hlusta.is

img

1. John Prine – Söngelski póstburðamaðurinn

Ritstjóri Hlusta.is

img

2. John Prine – Söngelski póstburðamaðurinn

Ritstjóri Hlusta.is

img

3. John Prine – Söngelski póstburðamaðurinn

Ritstjóri Hlusta.is

img

Robert Louis Stevenson – Sá sem færði okkur Gulleyjuna

Ritstjóri Hlusta.is

img

Katherine Mansfield – Höfundurinn sem Virginia Woolf öfundaði

Ritstjóri Hlusta.is

img

Torfhildur Hólm og bókmenntagagnrýni

Ritstjóri Hlusta.is

img

G. K. Chesterton og faðir Brown

Ritstjóri Hlusta.is

img

Einar Kvaran – Fyrri hluti

Ritstjóri Hlusta.is

Frábærar ævisögur

Sýna allt
img

Í verum (1. bindi)

Theódór Friðriksson

Book cover image

Gunnlaugur Scheving

Matthías Johannessen

Gunnlaugur Scheving

Matthías Johannessen

img

Minningar

Guðrún Borgfjörð

img

Ævisaga Raspútins

William Le Queux

img

Fundnir snillingar

Jón Óskar

img

Sjálfsævisaga

Hannes Þorsteinsson

img

Úr minningablöðum

Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind)

Book cover image

Austantórur: Endurminningar Jóns Pálssonar (1. bindi)

Jón Pálsson

Austantórur: Endurminningar Jóns Pálssonar (1. bindi)

Jón Pálsson

img

Endurminningar (1. bindi)

Friðrik Guðmundsson

img

Fórn Abrahams: 1. bindi

Gustaf Janson

Skemmtisögur

Sýna allt
img

Í hamingjuleit

W. Hench

img

Ramóna

Helen Hunt Jackson

img

Litli flakkarinn

Hector Malot

img

Ástin sigrar

Marie Sophie Schwartz

img

Sigur lífsins

Anna Margrethe Wejlbach

Spennusögur

Sýna allt
Book cover image

Ránið á K.A. járnbrautarlestinni

Paul Leicester Ford

Ránið á K.A. járnbrautarlestinni

Paul Leicester Ford

Book cover image

Skugginn af svartri flugu

Erlendur Jónsson

Skugginn af svartri flugu

Erlendur Jónsson

img

Sjö dauðasyndir: 2. Þórdísarmálið, sakamál frá 17. öld

Guðbrandur Jónsson

img

Doktor Vivanti

Sydney Horler

img

Gimsteinaþjófnaðurinn

James Workmann

img

Hákarl í kjölfarinu

Max Mauser (Jonas Lie)

img

Sjö dauðasyndir: 1. Apollonia Schwarzkopf, glæpasaga frá 18. öld

Guðbrandur Jónsson

img

Hreysikötturinn

E. Phillips Oppenheim

img

Dagur hefndarinnar

Anna Katharine Green

Book cover image

Réttlát hefnd

Arthur Conan Doyle

Réttlát hefnd

Arthur Conan Doyle

Nóbelskáld

Sýna allt
Book cover image

Sjómannalíf

Rudyard Kipling

Sjómannalíf

Rudyard Kipling

img

Helreiðin

Selma Lagerlöf

img

Árni

Björnstjerne Björnson

Book cover image

Í eyðimörkinni

Johannes V. Jensen

Í eyðimörkinni

Johannes V. Jensen

img

Quo vadis?

Henryk Sienkiewicz

img

Guðsfriðurinn

Selma Lagerlöf

img

Ljósið sem hvarf

Rudyard Kipling

img

Jerúsalem (fyrra bindi)

Selma Lagerlöf

img

Sigrún á Sunnuhvoli

Björnstjerne Björnson

img

Jerúsalem (síðara bindi)

Selma Lagerlöf

Íslenskar skáldsögur

Sýna allt
img

Þess bera menn sár

Guðrún Lárusdóttir

img

Arfleifð frumskógarins

Sigurður Róbertsson

Book cover image

Tímamót

Þorsteinn Gíslason

Tímamót

Þorsteinn Gíslason

img

Meðan húsið svaf

Guðmundur Kamban

img

Náttfari

Theódór Friðriksson

img

Morgunn lífsins

Kristmann Guðmundsson

img

Gamla húsið

Guðrún Lárusdóttir

Book cover image

Júdas

Sigurður Róbertsson

Júdas

Sigurður Róbertsson

Book cover image

Arfurinn

Borgar Jónsteinsson

Arfurinn

Borgar Jónsteinsson

Book cover image

Leysing

Jón Trausti

Leysing

Jón Trausti

Íslendingasögur og önnur fornrit

Sýna allt
Book cover image

Brennu-Njáls saga

Íslendingasögur

Brennu-Njáls saga

Íslendingasögur

Book cover image

Egils saga Skallagrímssonar

Íslendingasögur

Egils saga Skallagrímssonar

Íslendingasögur

Book cover image

Þorvalds þáttur víðförla

Íslendingaþættir

Þorvalds þáttur víðförla

Íslendingaþættir

Book cover image

Haralds saga harðráða

Snorri Sturluson

Haralds saga harðráða

Snorri Sturluson

Book cover image

Þúsund og ein nótt: 1. bók

Þúsund og ein nótt: 1. bók

img

Fljótsdæla saga

Íslendingasögur

img

Flóamanna saga

Íslendingasögur

img

Harðar saga og Hólmverja

Book cover image

Finnboga saga ramma

Íslendingasögur

Finnboga saga ramma

Íslendingasögur

Book cover image

Saga af Tristram og Ísönd

Riddarasögur

Saga af Tristram og Ísönd

Riddarasögur

Frábærar Íslenskar styttri sögur

Sýna allt
Book cover image

Á fjörunni

Jón Trausti

Á fjörunni

Jón Trausti

Book cover image

Kreppuráðstafanir

Sigurður Róbertsson

Kreppuráðstafanir

Sigurður Róbertsson

Book cover image

Hjálpin

Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum

Hjálpin

Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum

Book cover image

Aprílsnjór

Indriði G. Þorsteinsson

Aprílsnjór

Indriði G. Þorsteinsson

img

Munaðarleysinginn

Theódór Friðriksson

img

Spilið þið, kindur

Jón Trausti

img

Bernskuheimili mitt

Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum

img

Umboð til að deyja

Matthías Johannessen

img

Strandið á Kolli

Jón Trausti

Book cover image

Víxillinn

Sigurður Róbertsson

Víxillinn

Sigurður Róbertsson

Þjóðlegt og skemmtilegt

Sýna allt
img

Draumar

Hermann Jónasson

img

Hákarlalegur og hákarlamenn

Theódór Friðriksson

img

Hrakningar og heiðavegir (1. bindi)

Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson

img

Hrakningar og heiðavegir (2. bindi)

Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson

img

Hrakningar og heiðavegir (3. bindi)

Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson

img

Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi (1. hluti)

Páll Eggert Ólason

img

Nokkrir fyrirlestrar (1. bindi)

Þorvaldur Guðmundsson

img

Nokkrir fyrirlestrar (2. bindi)

Þorvaldur Guðmundsson

Book cover image

Reykjavík um aldamótin 1900

Benedikt Gröndal

Reykjavík um aldamótin 1900

Benedikt Gröndal

Book cover image

Sölvi Helgason - Óblíð örlög listamanns á erfiðum tímum

Ingólfur B. Kristjánsson

Sölvi Helgason - Óblíð örlög listamanns á erfiðum tímum

Ingólfur B. Kristjánsson

Sögur á ensku

Sýna allt
img

The Great Gatsby

F. Scott Fitzgerald

Book cover image

The Thirty-Nine Steps

John Buchan

The Thirty-Nine Steps

John Buchan

Book cover image

A Portrait of the Artist as a Young Man

James Joyce

A Portrait of the Artist as a Young Man

James Joyce

Book cover image

A Little Princess

Frances Hodgson Burnett

A Little Princess

Frances Hodgson Burnett

img

A Respectable Woman

Kate Chopin

img

The Mystery of the Hasty Arrow

Anna Katharine Green

img

The House of Mirth

Edith Wharton

img

The Invisible Man

H. G. Wells

img

The Silver Bullet

Fergus Hume

img

Pollyanna

Eleanor H. Porter

Hlaðvörp Jóns B - Öldungaráðið

Sýna allt
Book cover image

Öldungaráðið: 27. Sigurjón Björnsson

Jón B. Guðlaugsson

Öldungaráðið: 27. Sigurjón Björnsson

Jón B. Guðlaugsson

img

Öldungaráðið: 26. Árni Bergmann

Jón B. Guðlaugsson

img

Öldungaráðið: 25. Þórir Stephensen

Jón B. Guðlaugsson

img

Öldungaráðið: 24. Ólafur Indriðason

Jón B. Guðlaugsson

img

Öldungaráðið: 23. Ólafur Ásgeir Steinþórsson

Jón B. Guðlaugsson

img

Öldungaráðið: 22. Logi Guðbrandsson

Jón B. Guðlaugsson

img

Öldungaráðið: 21. Þórður Bergmann Þórðarson

Jón B. Guðlaugsson

img

Öldungaráðið: 20. Jón Eiríksson í Fagranesi

Jón B. Guðlaugsson

img

Öldungaráðið: 19. Árni Bjarnason á Uppsölum

Jón B. Guðlaugsson

img

Öldungaráðið: 18. Ragnar Ingi Aðalsteinsson

Jón B. Guðlaugsson

Hugljúfar sögur

Sýna allt
img

Í hamingjuleit

W. Hench

img

Ramóna

Helen Hunt Jackson

img

Litli flakkarinn

Hector Malot

img

Ástin sigrar

Marie Sophie Schwartz

img

Sigur lífsins

Anna Margrethe Wejlbach

Book cover image

Hringar Serkjakonungs

Fedor von Zobeltitz

Hringar Serkjakonungs

Fedor von Zobeltitz

img

Heiðabrúðurin

Emma Orczy

img

Milljónaævintýrið

George Barr McCutcheon

img

Hólmgangan

Heinrich von Kleist

img

Gull Faraós

C. Lestock Reid

Forsíða

Efnisflokkar

Leit

Bókasafnið þitt