Hér er á ferðinni bók sem býr yfir miklum töfrum. Í henni finnum við sagnfræði eins og hún gerist best og skemmtilegust, auk þess sem höfundur leiðir menn í sannleika um alls kyns strauma og stefnur allt frá Grikklandi hinu forna fram að uppgangi jafnaðarsinna á 19. öld, en segja má að bókin reki sögu heimsins fram að lokum þeirrar aldar. Er sagan sögð í 111 köflum.
Eins og segir í formála bókarinnar er hún byggð á skrifum danska sagnfræðingsins Gustav Bang sem á sínum tíma þótti með þeim fremstu í sinni röð. Það er Ólafur Ólafsson prestur að Arnarbæli sem endursegir hana á íslensku. Bókin var gefin út af Hinu íslenska þjóvinafélagi árið 1900 og þótti þá mikill fengur að henni.
Jón B. Guðlaugsson les.
ókunnur höfundur
Saga um Hróa hött
ókunnur höfundur
Ernest Legouvé
Erfiði og sársauki
Ernest Legouvé
The Bride Comes to Yellow Sky
Stephen Crane
Jane Austen
Pride and Prejudice
Jane Austen
Sigurður Nordal
List og lífsskoðun (2. bindi)
Sigurður Nordal