Pétur sjómaður er skáldsaga fyrir börn eftir danska landkönnuðinn, blaðamanninn og rithöfundinn Peter Freuchen.
Sagan kom fyrst út árið 1959 undir titlinum Hvalfangerne. Sverrir Haraldsson þýddi á íslensku.
Björn Friðrik Brynjólfsson les.
Doktor Vivanti er spennandi skáldsaga eftir breska rithöfundinn Sydney Horler.
Sagan Þurrkur birtist fyrst í Skírni árið 1905. Þetta er stutt saga um dauðann, þar sem við sögu koma búðarmaður í kauptúni, læknirinn á staðnum og fátækur bóndi í grenndinni.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Skáldsagan The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald er ein af þessum stórkostlegu skáldsögum sem eiga erindi til fólks á öllum tímum. Sagan gerist snemma á 20. öld og þykir lýsa af ótrúlegri næmni því hugarfari sem ríkti í Bandaríkjunum á þeim tíma.
Í bókinni List og lífsskoðun (1. bindi) er hlustanda veitt innsýn í skáldagáfu og sköpunarkraft Sigurðar Nordal á yngri árum og fram á fimmtugsaldur. Ævi og störf Sigurðar hafa einna helst tengst fræðimennsku á sviði íslenskrar og norrænnar bókmenntasögu.
Á vængjum morgunroðans er skáldsaga eftir Louis Tracy. Hér segir frá ungri stúlku, Iris Dean, sem siglir um Suður-Kínahaf á farþegaskipi föður síns. Skipið ferst þegar það lendir í miklum fellibyl og kemst hún ein af ásamt skipsþjóninum Jenks.
Sagan Það sefur í djúpinu birtist fyrst í bók Matthíasar Hvíldarlaus ferð inní drauminn sem kom út árið 1995.
Through the Looking Glass eftir Lewis Carroll er framhald sögunnar Alice's Adventures in Wonderland. Báðar eru þær á meðal þekktustu verka höfundar.
Njóla er heimspekirit um leit að tilgangi heimsins eftir Björn Gunnlaugsson sem kom fyrst út í Reykjavík árið 1882. Verkið er í bundnu máli, fræðiljóð eða fræðidrápa þar sem inntakið er náttúrufræði, heimspeki og guðfræði.
Skáldsagan Árni eftir Björnstjerne Björnsson er sveitasaga sem gerist í Noregi á seinni hluta nítjándu aldar þegar hafnar eru ferðir til Vesturheims. Hér segir fyrst frá foreldrum Árna og svo uppvaxtarárum hans fram á fullorðinsár.
Veturinn er góður tími fyrir hljóðbækur og viljum við nota tækifærið og benda ykkur á nýlegt efni á Hlusta.is sem getur stytt ykkur stundir á þessum erfiðu tímum.
Styttra efni
Sjálfsvirðing eftir Alan Sullivan
Það er svo að sumar smásögur búa yfir miklum töfrum og hafa meira innihald en margar lengri sögur. Það á við um söguna Sjálfsvirðing eftir kanadíska rithöfundinn Alan Sullivan. Sagan gerist á Viktoríutímanum þegar stéttaskipting var helsta skilgreining bresks samfélags. Við kynnumst nokkrum breskum iðjuleysingjum af góðum ættum sem allir eiga það sameiginlegt að búa við góð efni. En svo gerist það að einn þeirra verður fyrir því að missa auð sinn og stendur uppi slyppur og snauður...
Spilið þið, kindur eftir Jón Trausta (37 mín.)
Þrátt fyrir að Jón Trausti sé helst kunnur fyrir skáldsögur sínar eins og Höllu og Önnu frá Stóru-Borg, þá megum við ekki gleyma því að hann skrifaði einnig margar mjög góðar smásögur og þegar honum tókst best upp eru smásögur hans með því besta sem komið hefur út í þeirri grein á íslensku...
Sigríður á Bústöðum eftir Einar Hjörleifsson Kvaran (1 klst.21 mín.)
Einar mun hafa skrifað söguna Sigríður á Bústöðum árið 1922 og birtist hún fyrst í bókinni Sveitasögur: gamlar og nýjar sem kom út árið 1923. Sagan segir frá Sigmari sem snýr aftur á fornar slóðir eftir að hafa dvalist í Bandaríkjunum í tíu ár án þess að nokkuð hafi frést af honum. Er þetta skemmtileg örlagasaga með óvæntum uppákomum...
Næturhraðlestin er skemmtileg smásaga sem segir frá Anton Börner, forstöðumanni verslunarhússins A. Börner og sonur. Þegar við kynnumst honum er hann staddur einn í hraðlest með mikið af peningum og er með einhverja ónotatilfinningu í maganum. Eitt af því sem liggur þungt á honum er vitneskjan um að bíræfinn ræningi hefur stundað það undanfarið að ræna einstaklinga í lestum eins og þeirri sem Anton er staddur í. Þegar hann er mitt í þessum hugleiðingum stígur ókunnur maður inn í klefann hans...
Lengra efni
Austantórur: Endurminningar Jóns Pássonar – 3. Bindi ( 8:05 klst. )
Ef þið eruð ekki búin að hlusta á fyrstu tvö bindin þá verðið þið að sjálfsögðu að gera það, en þetta þriðja bindi gefur hinum ekkert eftir. Eru þau öll fróðleg hlustun okkur 21. aldar fólki...
Sambýli eftir Einar Hjörleifsson Kvaran ( 7:02 klst.)
Skáldsagan Sambýli kom út árið 1918 og er einnig samtímasaga. Sögusviðið er Reykjavík stríðsáranna. Stríðið og afleiðingar þess leika stóra rullu á bak við ástir og örlög sögupersónanna...
Bítlaávarpið eftir Einar má Guðmundsson ( 5:05 klst. )
Sagan Bítlaávarpið segir frá ævintýrum Jóhanns Péturssonar, sem er mörgum kunnur úr annari bók Einars Más, Riddarar hringstigans. Hér birtast lesandanum persónur og samfélag sjötta áratugarins ljóslifandi, sem og þær breytingar á lífi unglinga sem fylgdu. Hljómsveitir voru stofnaðar í mörgum bílskúrum og allir voru með...
Norðurlandasaga eftir Pál Melsteð ( 17:38 klst.)
Norðurlandasaga, eða Dana, Norðmanna og Svía saga eftir Pál Melsteð er hreint ótrúlega áhugaverð og skemmtileg bók. Hér kynnumst við öllum þeim höfðingjum sem ríktu og börðust um völdin í þessum ríkjum og þá líka Íslandi, þó saga okkar sé ekki fyrirferðarmikil hér. Bókin skiptist í þrjá meginkafla: Fornöldin til 1060, Miðöldin frá 1060 til 1523 og Nýja öldin frá 1523 til 1872...
Sagan af Karlamagnúsi keisara ( 10:43 klst. )
Hér er á ferðinni vel unnið sagnfræðirit um Karlamagnús sem kom út árið 1853 og er eftir Jón Árnason (1819-1888), þann sem helst er kunnur fyrir að hafa safnað íslenskum þjóðsögum.
Er sagan gríðarlega vel unnin í alla staði sem meðal annars má sjá af upptalningu heimildarita sem Jón styðst við og getið er í formálanum. Og þá er hún brennd marki sinnar samtíðar þegar sagnfræðirit voru skrifuð fyrir alþýðufólk; því til fróðleiks og skemmtunar...
Ást í siglingu er skemmtileg smásaga, leiftrandi af kímni, eftir enska rithöfundinn William Wymark Jacobs (1863-1943).
Björn Björnsson les.
Hér segir frá Helgu karlsdóttur sem fer af stað að leita kýrinnar Búkollu. Finnur hún hana í helli ægilegrar skessu.
Halldór Gylfason les.
Skáldsagan Maríumessa eftir Ragnar Arnalds kom út árið 2004. Er þetta frábær saga sem byggð er á sönnum atburðum og segir sögu Þórdísar í Sólheimum sem verður fyrir dularfullri reynslu sem á eftir að hafa miklar afleiðingar.