Einungis 1.490 kr. á mánuði

Þar sem sögurnar lifa..

Ein stærsta íslenska hljóðbókasíða landsins. Á annað þúsund íslenskar bækur að velja úr.

Nýtt

ÁHUGAVERT

Skemmtileg sumarhlustun

Sumarið er gengið í garð og því þótti okkur tilvalið að taka saman nokkra titla til að hlusta á í ferðalaginu eða bara njóta heima í stofu. Hér má finna ástar- og spennusögur, æviminningar, ævintýrasögur og ýmislegt fleira. Gleðilegt sumar!

 

Sögur frá Skaftáreldi I: Holt og Skál

Jón Trausti (Guðmundur Magnússon)

Sögur frá Skaftáreldi I–II voru fyrstu sögulegu skáldsögur höfundar, en þar notar hann Skaftárelda sem umhverfi fyrir dramatíska atburðarás.

Kapitola

E. D. E. N. Southworth

Kapitola er spennandi og rómantísk skáldsaga um kvenhetju sem kallar ekki allt ömmu sína. E.D.E.N. Southworth var einn afkastamesti og vinsælasti skáldsagnahöfundur 19. aldar.

Í verum (1. bindi)

Theódór Friðriksson

Theódór Friðriksson rithöfundur var eitt af undrabörnum íslenskrar menningarsögu. Sjálfsævisaga hans Í verum varð undireins dáð af öllum sem kunnu að meta vel sagða sögu á auðugu og hressilegu máli.

Percival Keene

Frederick Marryat

Þessi sígilda og sívinsæla saga eftir meistara ævintýrabókmenntanna segir frá hinum uppátækjasama dreng Percival Keene sem lifir að hluta til í eigin heimi og er fátt heilagt.

Hákarl í kjölfarinu

Max Mauser (Jonas Lie)

Þessi bráðskemmtilega og spennandi sakamálasaga gerist á tímum spænsku borgarastyrjaldarinnar. Dularfull morð eru framin um borð í skipi á ferð milli Evrópu og Ameríku.

Makt myrkranna

Bram Stoker

Rúmri öld eftir að Valdimar Ásmundsson ritstjóri gaf út þessa þýðingu sína á skáldsögunni Drakúla kom í ljós að þýðingin var ólík hinni þekktu sögu og telja margir hér um leyndan fjársjóð að ræða.

Á ferð: Minningar

Ásmundur Gíslason

Á ferð er stórskemmtileg frásögn af lífi höfundar og um leið frábær samtímalýsing þar sem hann segir m.a. frá hátíðinni á Þingvöllum 1944.

Hvíti hanskinn

Fred M. White

Hvíti hanskinn er sígild glæpasaga um námuverkfræðing sem er kominn í kröggur. Dag nokkurn kemur hann til aðstoðar dularfullri konu sem virðist búa yfir skuggalegu leyndarmáli.

Minningar

Guðrún Borgfjörð

Æviminningar hinnar merku konu Guðrúnar Borgfjörð, sem bjó lengst af í Reykjavík og tók eftir ýmsu sem aðrir veittu ekki athygli. Vel skrifuð saga sem veitir góða innsýn í samtíma og umhverfi höfundar.

Jón skósmiður

Theódór Friðriksson

Jón skósmiður er í senn látlaus og stórbrotin skáldsaga, sem auk þess að segja frá skósmiði í Reykjavík um miðja 20. öld rekur sögu íslensku þjóðarinnar á þeim umbrotatímum stríðs og hernáms.

Eiríkur Hansson: I. Bernskan

Jóhann Magnús Bjarnason

Hér segir frá drengnum Eiríki Hanssyni sem fæðist á Íslandi og flyst barnungur til Vesturheims og baráttu hans við að fóta sig í nýju landi. Skemmtileg saga sem jafnt börn og fullorðnir geta haft gaman að.

Ævintýri Sherlock Holmes

Arthur Conan Doyle

Sherlock Holmes þarf vart að kynna fyrir hlustendum. Hér er safn smásagna um þennan þekktasta spæjara bókmenntanna og Watson félaga hans.

Eldhuginn

Ragnar Arnalds

Eldhuginn er einstaklega skemmtileg söguleg skáldsaga um það þegar Jörundur hundadagakonungur tók völdin á Íslandi árið 1809 um tveggja mánaða skeið.

Bóndinn í Bráðagerði

Álfur Utangarðs (Sigurður Róbertsson)

Einstaklega skemmtileg saga þar sem ólík sjónarmið takast á. Bóndi nokkur heldur til höfuðstaðarins í þeim tilgangi að rétta hlut landsbyggðarinnar og lendir þar í átökum við ráðuneytismenn og fleiri.

Cymbelína hin fagra

Charles Garvice

Cymbelína hin fagra er spennandi sakamálasaga með rómantísku ívafi eftir einn vinsælasta skáldsagnahöfund síns tíma.

Samtöl (safn 1)

Matthías Johannessen

Matthías Johannessen er löngu þjóðþekktur fyrir samtöl sín við fólk af öllum toga, jafnt áhrifamenn sem alþýðufólk. Hér ræðir hann við Helgu á Engi, Louis Armstrong, Sigurð Nordal og fleiri.

Sæfarinn

Jules Verne

Í sögunni Sæfarinn lætur Verne hetjur sínar ferðast í kafbáti um óravegu undirdjúpanna. Númi (Nemo) skipstjóri er einn litríkasti byltingarforingi bókmenntanna og fyrirmynd margra síðari tíma hetja.

Arfurinn: spennusaga um kjarkleysi og breyskleika

Borgar Jónsteinsson

Hér fléttast saman saga af ungum íslenskum verkfræðingi sem gengur til liðs við nasistaflokkinn í Þýskalandi síðari heimsstyrjaldar og saga sölumanns í Reykjavík sem ferðast til Argentínu að vitja arfs.

Sjóræninginn

Frederick Marryat

Sjóræninginn er skemmtileg ævintýrasaga og inniheldur allt sem slíka sögu má prýða, enda var Marryat meistarinn í þeirri bókmenntagrein.

Veislan á Grund

Jón Trausti

Veislan á Grund lýsir atburðum sem áttu sér raunverulega stað árið 1362. Voru þá nákvæmlega hundrað ár liðin frá því að Íslendingar lentu undir valdi Noregskonunga í kjölfar borgarastríðsins á 13. öld.

 

 

 

 

 

Við mælum með

Hljóðdæmi

 
 

Hlusta.is Í NÝJUM BÚNINGI

Hljóðbókavefurinn Hlusta.is er nú kominn í nýjan búning sem kemur til með að gleðja marga. Þessi nýi búningur gerir vefinn mun aðgengilegri en áður og einfaldar alla nálgun. Þá kemur hann sérstaklega vel út í símum og styður betur við nýja notendur. Auk þess er hann mun fallegri en sá eldri var.
Vefurinn hefur vaxið hratt á undanförnum árum og greinilegt að margir hafa gaman að hlusta á upplestur, bæði sögur og annað. Nýtt efni bætist við í hverri viku.
Efnið á vefnum er mjög fjölbreytt. Þar er að finna íslenskar skáldsögur, smásögur, barnasögur, Íslendingasögur, þýddar skáldsögur og margt, margt fleira.
Vel á annað þúsund titlar í boði.

Nokkur dæmi um barnasögur og ævintýri

Lazy Loader Icon
Barnasögur og ævintýri
ókunnur höfundur
Lazy Loader Icon
Barnasögur og ævintýri
Lazy Loader Icon
Barnasögur og ævintýri
Lazy Loader Icon
Barnasögur og ævintýri

Nokkur dæmi um bókmenntir á ensku

Lazy Loader Icon
Sögur á ensku
Charles Dickens
Lazy Loader Icon
Sögur á ensku
Lucy Maud Montgomery
Lazy Loader Icon
Sögur á ensku
Arthur Conan Doyle
Lazy Loader Icon
Sögur á ensku
Arthur B. Reeve

NOKKUR DÆMI UM FORNBÓKMENNTIR O.FL.

Lazy Loader Icon
Íslendingasögur o.fl.
Íslendingasögur
Lazy Loader Icon
Íslendingasögur o.fl.
Íslendingasögur
Lazy Loader Icon
Íslendingasögur o.fl.
Fornaldarsögur Norðurlanda
Lazy Loader Icon
Íslendingasögur o.fl.
Snorri Sturluson

Nokkur dæmi um íslenskar skáldsögur

Lazy Loader Icon
Íslenskar skáldsögur
Theódór Friðriksson
Lazy Loader Icon
Íslenskar skáldsögur
Einar Hjörleifsson Kvaran
Lazy Loader Icon
Íslenskar skáldsögur
Einar Már Guðmundsson
Lazy Loader Icon
Íslenskar skáldsögur
Einar Hjörleifsson Kvaran

Nokkur dæmi um íslenskar smásögur

Lazy Loader Icon
Íslenskar smásögur
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson
Lazy Loader Icon
Íslenskar smásögur
Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind)
Lazy Loader Icon
Íslenskar smásögur
Jóhannes Friðlaugsson
Lazy Loader Icon
Íslenskar smásögur
Jón Trausti