Hringur drottningarinnar af Saba eftir H. Rider Haggard (1896-1925) er spennandi og skemmtilegt ævintýri í anda síns tíma. Hér segir frá ferðalagi nokkurra Englendinga til Mið-Afríku þar sem segir að Abbessiníugyðingar búi.
Keldan er smásaga eftir Jón Trausta, sem hét réttu nafni Guðmundur Magnússon.
Hallgrímur Indriðason les.
Hin sígilda skáldsaga A Passage to India eftir enska rithöfundinn E. M. Forster gerist snemma á tuttugustu öldinni, þegar Indland var undir yfirráðum Breta og sjálfstæðisbarátta Indverja var hafin.
Hér á ferðinni þriðja bindið í ritröðinni Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi og er helsta umfjöllunarefnið Guðbrandur Þorláksson og öld hans.
Hér eru sex barnasögur af gamla skólanum. Sögurnar heita: Stóra silfurdósin (höfundur ókunnur). Gleymna Ellen (höfundur ókunnur). Heiman og heim (smásaga eftir Jóhann Magnús Bjarnason). Ásmundur Kóngsson og Signý systir hans (höfundur ókunnur). Báráður (höfundur ókunnur).
Peningabuddan er smásaga eftir Jón Trausta, sem hét réttu nafni Guðmundur Magnússon.
Hallgrímur Indriðason les.
An Outcast of the Islands eftir Joseph Conrad (1857-1924) er önnur skáldsaga höfundar og nokkurs konar undanfari þeirrar fyrstu, Almayer's Folly.
Hér er um afar áhugaverða og fallega skáldsögu að ræða sem gerist í kringum 1920 á Englandi og segir frá því þegar foringi í breska hernum kemur heim eftir að hafa tekið þátt í fyrri heimsstyrjöldinni. Þá uppgötvar hann að konan hans hefur farið frá honum en skilið son þeirra eftir í hans umsjá.
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga.
Séra Keli er smásaga eftir Jón Trausta, sem hét réttu nafni Guðmundur Magnússon.
Hallgrímur Indriðason les.
Veturinn er góður tími fyrir hljóðbækur og viljum við nota tækifærið og benda ykkur á nýlegt efni á Hlusta.is sem getur stytt ykkur stundir á þessum erfiðu tímum.
Styttra efni
Sjálfsvirðing eftir Alan Sullivan
Það er svo að sumar smásögur búa yfir miklum töfrum og hafa meira innihald en margar lengri sögur. Það á við um söguna Sjálfsvirðing eftir kanadíska rithöfundinn Alan Sullivan. Sagan gerist á Viktoríutímanum þegar stéttaskipting var helsta skilgreining bresks samfélags. Við kynnumst nokkrum breskum iðjuleysingjum af góðum ættum sem allir eiga það sameiginlegt að búa við góð efni. En svo gerist það að einn þeirra verður fyrir því að missa auð sinn og stendur uppi slyppur og snauður...
Spilið þið, kindur eftir Jón Trausta (37 mín.)
Þrátt fyrir að Jón Trausti sé helst kunnur fyrir skáldsögur sínar eins og Höllu og Önnu frá Stóru-Borg, þá megum við ekki gleyma því að hann skrifaði einnig margar mjög góðar smásögur og þegar honum tókst best upp eru smásögur hans með því besta sem komið hefur út í þeirri grein á íslensku...
Sigríður á Bústöðum eftir Einar Hjörleifsson Kvaran (1 klst.21 mín.)
Einar mun hafa skrifað söguna Sigríður á Bústöðum árið 1922 og birtist hún fyrst í bókinni Sveitasögur: gamlar og nýjar sem kom út árið 1923. Sagan segir frá Sigmari sem snýr aftur á fornar slóðir eftir að hafa dvalist í Bandaríkjunum í tíu ár án þess að nokkuð hafi frést af honum. Er þetta skemmtileg örlagasaga með óvæntum uppákomum...
Næturhraðlestin er skemmtileg smásaga sem segir frá Anton Börner, forstöðumanni verslunarhússins A. Börner og sonur. Þegar við kynnumst honum er hann staddur einn í hraðlest með mikið af peningum og er með einhverja ónotatilfinningu í maganum. Eitt af því sem liggur þungt á honum er vitneskjan um að bíræfinn ræningi hefur stundað það undanfarið að ræna einstaklinga í lestum eins og þeirri sem Anton er staddur í. Þegar hann er mitt í þessum hugleiðingum stígur ókunnur maður inn í klefann hans...
Lengra efni
Austantórur: Endurminningar Jóns Pássonar – 3. Bindi ( 8:05 klst. )
Ef þið eruð ekki búin að hlusta á fyrstu tvö bindin þá verðið þið að sjálfsögðu að gera það, en þetta þriðja bindi gefur hinum ekkert eftir. Eru þau öll fróðleg hlustun okkur 21. aldar fólki...
Sambýli eftir Einar Hjörleifsson Kvaran ( 7:02 klst.)
Skáldsagan Sambýli kom út árið 1918 og er einnig samtímasaga. Sögusviðið er Reykjavík stríðsáranna. Stríðið og afleiðingar þess leika stóra rullu á bak við ástir og örlög sögupersónanna...
Bítlaávarpið eftir Einar má Guðmundsson ( 5:05 klst. )
Sagan Bítlaávarpið segir frá ævintýrum Jóhanns Péturssonar, sem er mörgum kunnur úr annari bók Einars Más, Riddarar hringstigans. Hér birtast lesandanum persónur og samfélag sjötta áratugarins ljóslifandi, sem og þær breytingar á lífi unglinga sem fylgdu. Hljómsveitir voru stofnaðar í mörgum bílskúrum og allir voru með...
Norðurlandasaga eftir Pál Melsteð ( 17:38 klst.)
Norðurlandasaga, eða Dana, Norðmanna og Svía saga eftir Pál Melsteð er hreint ótrúlega áhugaverð og skemmtileg bók. Hér kynnumst við öllum þeim höfðingjum sem ríktu og börðust um völdin í þessum ríkjum og þá líka Íslandi, þó saga okkar sé ekki fyrirferðarmikil hér. Bókin skiptist í þrjá meginkafla: Fornöldin til 1060, Miðöldin frá 1060 til 1523 og Nýja öldin frá 1523 til 1872...
Sagan af Karlamagnúsi keisara ( 10:43 klst. )
Hér er á ferðinni vel unnið sagnfræðirit um Karlamagnús sem kom út árið 1853 og er eftir Jón Árnason (1819-1888), þann sem helst er kunnur fyrir að hafa safnað íslenskum þjóðsögum.
Er sagan gríðarlega vel unnin í alla staði sem meðal annars má sjá af upptalningu heimildarita sem Jón styðst við og getið er í formálanum. Og þá er hún brennd marki sinnar samtíðar þegar sagnfræðirit voru skrifuð fyrir alþýðufólk; því til fróðleiks og skemmtunar...
Hér segir frá Helgu karlsdóttur sem fer af stað að leita kýrinnar Búkollu. Finnur hún hana í helli ægilegrar skessu.
Halldór Gylfason les.
Í Rauðárdalnum er mikilfengleg skáldsaga eftir Vestur-Íslendinginn Jóhann Magnús Bjarnason, sama höfund og samdi Brasilíufarana og Eirík Hansson. Hér segir frá íslensku fólki sem nemur land Í Kanada og ævintýrum þess þar. Er sagan bæði skemmtileg og spennandi, en um lei
Nafn Kristmanns Guðmundssonar (1901-1983) var ,,á hvers manns vörum'' í Noregi í kringum 1930 þar sem fyrstu skáldsögur hans birtust. Þær voru þýddar á yfir þrjátíu tungumál á 4. áratug síðustu aldar og víða gefnar út aftur og aftur. En á Íslandi mætti höfundurinn snemma miklum andbyr.