Singoalla

Singoalla

Singoalla er ástar- og harmsaga með dulrænum undirtón. Sagan gerist á 14. öld. Höfuðpersónur eru riddarinn Erlendur og stúlkan Singoalla, sem kemur til Svíþjóðar frá löndum í suðri með ættmennum og fylgdarliði. Þau fella hugi saman en mæta erfiðleikum sem umturna lífi þeirra.

Höfundurinn, Viktor Rydberg, fæddist í Svíþjóð árið 1828 en lést 1895. Á barnsaldri missti hann móður sína og dvaldi eftir það á fósturheimilum. Þrátt fyrir erfiðleika komst hann í háskólann í Lundi og hóf þar nám í lögfræði. Hann varð að hætta því af fjárhagsástæðum, en seinna komst hann að hjá viðskipta- og sjávarútvegsblaði í Gautaborg þar sem hann starfaði í tvo áratugi og varð mjög áhrifamikill í sænsku þjóðlífi. Hann varð síðan meðlimur í Sænsku akademíunni frá 1877 til dauðadags. Auk þess stundaði hann á seinni árum kennslu við háskólann í Stokkhólmi. Rydberg gaf út fjölda bóka, skáldsögur, ljóð og fleira. Singoalla var önnur skáldsaga hans og afar vinsæl, en hún hefur tvívegis verið kvikmynduð. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Guðmundar Guðmundssonar árið 1916. Útgefandi var bókaverslun Ársæls Árnasonar.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

Book cover image

Saga um Hróa hött

ókunnur höfundur

Saga um Hróa hött

ókunnur höfundur

Book cover image

Erfiði og sársauki

Ernest Legouvé

Erfiði og sársauki

Ernest Legouvé

img

The Bride Comes to Yellow Sky

Stephen Crane

Book cover image

Pride and Prejudice

Jane Austen

Pride and Prejudice

Jane Austen

img

List og lífsskoðun (2. bindi)

Sigurður Nordal

Forsíða

Flokkar

Leit

Bókasafnið þitt

Valmynd

Innskráning