img

Lengd

5h 54m

Tungumál

Icelandic

Enfisflokkur

Skáldsögur

Singoalla er ástar- og harmsaga með dulrænum undirtón. Sagan gerist á 14. öld. Höfuðpersónur eru riddarinn Erlendur og stúlkan Singoalla, sem kemur til Svíþjóðar frá löndum í suðri með ættmennum og fylgdarliði. Þau fella hugi saman en mæta erfiðleikum sem umturna lífi þeirra.

Höfundurinn, Viktor Rydberg, fæddist í Svíþjóð árið 1828 en lést 1895. Á barnsaldri missti hann móður sína og dvaldi eftir það á fósturheimilum. Þrátt fyrir erfiðleika komst hann í háskólann í Lundi og hóf þar nám í lögfræði. Hann varð að hætta því af fjárhagsástæðum, en seinna komst hann að hjá viðskipta- og sjávarútvegsblaði í Gautaborg þar sem hann starfaði í tvo áratugi og varð mjög áhrifamikill í sænsku þjóðlífi. Hann varð síðan meðlimur í Sænsku akademíunni frá 1877 til dauðadags. Auk þess stundaði hann á seinni árum kennslu við háskólann í Stokkhólmi. Rydberg gaf út fjölda bóka, skáldsögur, ljóð og fleira. Singoalla var önnur skáldsaga hans og afar vinsæl, en hún hefur tvívegis verið kvikmynduð. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Guðmundar Guðmundssonar árið 1916. Útgefandi var bókaverslun Ársæls Árnasonar.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

Sýna minna

Forsíða

Flokkar

Leit

Bókasafnið þitt

Valmynd

Innskráning