Varabálkur

Sigurður Guðmundsson

Um söguna: 

Varabálkur er safn af heilræðavísum ortum af Sigurði Guðmundssyni (1795–1868) bónda á Heiði í Gönguskörðum. Vísurnar orti hann þegar hann var um sjötugt og fer þar sjaldnast troðnar slóðir eins og alþýðufólki er tamt, heldur byggir á eigin reynslu og þekkingu. Varabálkur kom fyrst út árið 1871, þremur árum eftir dauða höfundar og varð gríðarlega vinsæl bók.

Sigurður var fæddur á Syðra-Hóli á Skagaströnd 17. desember 1795. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Sigurður var bóndi á Heiði í Gönguskörðum 1821–1858. Hann var hreppstjóri og búhöldur góður og orðlagður fjármaður. Auk Varabálks liggja eftir hann Sálmasafn sem þykir einstaklega vel ort, fjöldi tækifærisvísna og nokkur ljóðabréf.

Jón B. Guðlaugsson les.

Ljóð
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:00:37 115,9 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
121.00
Varabálkur
Sigurður Guðmundsson