Valeyrarvalsinn

Guðmundur Andri Thorsson

Bækur á ensku

Það er nú einu sinni svo þegar jafn mikið efni er boði og er hér á Hlusta.is að þá getur verið erfitt að finna það efni sem er skemmtilegast. Við fórum því fram á það við ritstjórann að hann veldi þær bækur sem honum þykja áhugaverðastar til að hlusta á í sumar. Þetta er niðurstaða hans

Um söguna: 

Við bjóðum hér upp á hina frábæru skáldsögu Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra Thorsson. Þessi hrífandi og ljóðræna saga er gott sýnishorn af verkum höfundar og nýtur sín vel hér í afbragðsgóðum flutningi Hjalta Rögnvaldssonar. Við hjá Hlusta.is báðum Hjalta sjálfan að velja sögu sem hann langaði að lesa og Valeyrarvalsinn varð niðurstaðan, eftir að Guðmundur Andri hafði góðfúslega gefið sitt leyfi. Við vitum fyrir víst að hlustendur munu njóta þessarar sögu.

Guðmundur Andri Thorsson (f. 1957) er rithöfundur og ritstjóri. Hann er að auki reglulegur pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu. Fyrsta bók Guðmundar Andra, Mín káta
angist
, kom út árið 1988.

Hjalti Rögnvaldsson les.

Íslenskar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:43:21 425 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
343.00
Valeyrarvalsinn
Guðmundur Andri Thorsson