Víkingurinn

Rafael Sabatini

Um söguna: 

Fyrrverandi hermaðurinn Pétur Blood starfar sem læknir á Írlandi á ofanverðri 17. öld. Uppreisn er í gangi í Bretlandi sem hann vill ekkert með hafa. En þegar hann er fenginn til að gera að sárum uppreisnarmanna er hann handtekinn. Við tekur ævintýraleg atburðarás þar sem Blood þarf að beita allri herkænsku sinni til að komast af.

Rafael Sabatini (1875-1950) var á sínum gríðarlega vinsæll rithöfundur og nutu bækur hans mikillar hylli. Af kunnum sögum eftir hann fyrir utan Víkinginn (Captain Blood) má nefna: The Sea Hawk (1915), Scaramouche (1921 og Bellarion the Fortunate (1926), en alls samdi hann 34 skáldsögur, fjölda smásagna, leikrit og fræðibækur.

Sabatini fæddist á Ítalíu en móðir hans var ensk og faðirinn ítalskur. Voru þau bæði óperusöngvarar og kenndu síðar söng. Sem krakki dvaldi hann löngum hjá afa sínum á Englandi, en gekk í skóla í Portúgal og síðar í Sviss og var því fjöltyngdur. Hann skrifaði þó bækur sínar á ensku. Áður en hann sneri sér að því að skrifa reyndi hann fyrir sér í viðskiptum en fann sig ekki í því. Hann hóf að skrifa smásögur í blöð en árið 1902 leit fyrsta skáldsagan ljós. Það var svo fyrst með sögunni Scaramouche árið 1921 að hann varð almenningseign og þegar Captain Blood (Víkingurinn) kom út ári síðar var ekki aftur snúið. Í kjölfarið voru eldri bækur hans endurprentaðar og seldust þá eins og heitar lummur. Sabatini varð fyrir töluverðum áföllum í lífi sínu. Hann var tvígiftur en einkasonur hans af fyrra hjónabandi sem hann elskaði mjög heitt lést í bílslysi árið 1927. Þá gerðist það að sonur síðari konu hans brotlenti flugvél sinni fyrir augum Sabatinis og móður sinnar, en það var einmitt daginn sem drengurinn lauk prófi sem herflugmaður í breska hernum. Var hann að sýna listir sínar fyrir þau.

Sagan Víkingurinn, sem kom út árið 1922 undir nafninu Captain Blood: His Odyssey, varð strax mjög vinsæl og þýdd á ótal tungumál. Þá voru gerðar eftir henni vinsælar kvikmyndir. Á íslensku birtist hún fyrst árið 1926 í þýðingu Jóns Björnssonar.

Hallgrímur Indriðason les.

 

Þýddar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 07:48:54 450,7 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
469.00
Víkingurinn
Rafael Sabatini