Utan frá sjó

Theódór Friðriksson
0
No votes yet

Íslenskar smásögur

ISBN 978-9935-16-626-5

Um söguna: 

Utan frá sjó er fyrsta smásagnasafn Theódórs Friðrikssonar og var gefið út af Oddi Björnssyni árið 1908. Þeir sem þekkja til ævi Theódórs gera sér grein fyrir því hversu mikið þrekvirki það var fyrir þennan erfiðisvinnumann með stóra fjölskyldu og óblíð kjör að ná að gerast rithöfundur. Í ævisögu sinni Í verum segir hann frá því er hann áræddi í fyrsta sinn að fara með handritið að Utan frá sjó til Odds Björnssonar. Tók Oddur honum vel og sendi hann til Jónasar prests á Hrafnagili sem tók Theódór að sér og hjálpaði honum að koma bókinni í prentbúning.

Sögurnar í Utan frá sjó eru níu talsins og eiga það sammerkt að endurspegla þann raunveruleika sem Theódór bjó við. Í bókmenntasögu sinni segir Stefán Einarsson að sögurnar beri keim af sögum þeirra Gests Pálssonar og Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili og það sé eftirtektarvert að í þessum sögum stígi fiskimaðurinn í þorpinu fyrst fram á sjónarsvið skáldsögunnar og íslenskra bókmennta. Eru þetta stórskemmtilegar sögur sem lýsa vel sínum samtíma.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Íslenskar smásögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:51:51 157 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
ISBN: 
978-9935-16-626-5
Utan frá sjó
Theódór Friðriksson