Through the Looking Glass eftir Lewis Carroll er framhald sögunnar Alice's Adventures in Wonderland. Báðar eru þær á meðal þekktustu verka höfundar.
Lewis Carroll (sem hét réttu nafni Charles Lutwidge Dodgson) var breskur heimspekingur, rökfræðingur, stærðfræðingur, ljósmyndari, prestur og rithöfundur. Hann hafði dálæti á orðaleikjum, rökvillum, þrautum og ævintýrum, og hæfni hans hefur heillað fólk á öllum aldri. Verk hans hafa verið vinsæl frá því að þau voru gefin út og hafa haft víðtæk áhrif á barnabækur. Margir tuttugustu aldar rithöfundar hafa orðið fyrir verulegum áhrifum af verkum Lewis Carroll, til dæmis Jorge Luis Borges og James Joyce.
Adrian Praetzellis les á ensku.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 03:19:01 191,2 MB
