Syngið, strengir

Jón Jónsson frá Ljárskógum

Um söguna: 

Ljóðabókin Syngið, strengir er afar falleg og heilsteypt ljóðabók og urðu mörg ljóðanna mjög vinsæl meðal almennings fljótlega eftir útkomu bókarinnar. Þá samdi Jón ljóð við sönglög sem urðu gríðarlega vinsæl s.s. Káta Víkurmær/Fornar ástir, Sestu hérna hjá mér og Húmar að kveldi.

Syngið, strengir kom út árið 1941 og var því miður eina ljóðbók Jóns, en hann lést á Vífilsstöðum úr berklum einungis fjórum árum síðar, rétt þrjátíu og eins árs gamall. Af bókinni að dæma er ekki að efa að vegur hans sem ljóðskálds hefði orðið meiri ef honum hefði auðnast lengri lífdagar. Í bókinni eru 40 ljóð.

Jón Jónsson (1914-1945) var fæddur að Ljárskógum í Laxárdal. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri þar sem hann átti þátt í stofnun MA-kvartettsins. Síðar flutti hann til Reykjavíkur og að endingu til Ísafjarðar.

Jón B. Guðlaugsson les.

Ljóð
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:17:55 75,6 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
78.00
Syngið, strengir
Jón Jónsson frá Ljárskógum