Skuldaskil

Sigurður Róbertsson
3
Average: 3 (1 vote)

Íslenskar smásögur

ISBN 978-9935-28-916-2

Um söguna: 
Skuldaskil
Sigurður Róbertsson
Íslenskar smásögur

Skuldaskil er mjög áhugaverð og skemmtileg saga eftir Sigurð Róbertsson. Sagan gerist í litlu þorpi úti á landi og segir frá hjónum sem hafa búið lengi saman, en skyndilega deyr konan. Konan er lögð til hinstu hvílu og presturinn messar yfir henni. Skömmu síðar kemur gamli ekkillinn í heimsókn til prestsins og hefur frá ýmsu að segja. Sagan kom út í smásagnasafninu Lagt upp í langa ferð árið 1938.

Sigurður var kunnur rithöfundur á sínum tíma og hlaut ýmsar viðurkenningar á löngum ritferli, ekki síst fyrir leikrit sín, en af þekktum leikritum hans má nefna Uppskera óttans (1955) og Mold (1966). Arfleifð frumskógarins var fimmta skáldsaga Sigurðar, en áður höfðu komið út sögurnar Augu mannanna (1946), Vegur allra vega (1949), Bóndinn í Bráðagerði (1954) og Gróðavegurinn (1956). Sigurður lést árið 1996. Hægt er að nálgast fleira skemmtilegt efni eftir Sigurð á Hlusta.is.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Íslenskar smásögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:34:34 31,6 MB

Minutes: 
35.00
ISBN: 
978-9935-28-916-2
Skuldaskil
Sigurður Róbertsson