Skrítnir náungar

Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind)

Um söguna: 

Smásagnasafnið Skrítnir náungar eftir Huldu kom út árið 1940 og samanstendur af tólf smásögum. Skáldkonan Hulda segir hér frá persónum sem allar eiga það sameiginlegt að vera góðar og guðhræddar sálir sem búa yfir draumum og væntingum, en eru litnar hornauga af samferðafólki sínu fyrir það eitt að vera öðruvísi en fólk er flest: Skyggn kona er illa liðin af þorpsbúum þar til hæfileikar hennar koma til bjargar á ögurstundu. Öldruð kona átti sér framtíðardrauma í æsku en hlutskipti hennar í lífinu varð annað. Ógiftir bræður búa saman í afdal á jörð foreldra sinna og eru sjálfum sér nægir, en við nánast allt kvenfólk eru þeir smeykir og láta ekki glepjast. Margar þessara persóna hafa orðið útundan í samfélaginu, en alltaf sigrar hið góða í manninum. Sögurnar eru allar mjög lifandi og afskaplega fallega skrifaðar og átthagatengslin eru aldrei langt undan.

Hafdís E. Jónsdóttir les.

 

Íslenskar smásögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 07:01:51 405,2 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
422.00
Skrítnir náungar
Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind)