Skólaræður

Sveinbjörn Egilsson

Um söguna: 

Sveinbjörn Egilsson (1791-1852) þekkja margir og þá kannski helst fyrir þýðingar hans á kviðum Hómers og margar kunnar lausavísur sem hann orti. Dæmi um kunnar lausavísur Sveinbjarnar sem margir þekkja enn þann dag í dag en vita kannski ekki hver orti eru Fljúga hvítu fiðrildin og Fuglinn segir bí bí bí.

Sveinbjörn gerðist kennari við Bessastaðaskóla er hann kom heim frá námi í Kaupmannahöfn 1819 og starfaði þar óslitið uns skólinn var færður til Reykjavíkur 1846 og var þá gerður að rektor skólans. Þótti hann vera lærðastur Íslendinga á sínum tíma á fornar bókmenntir þó svo að hann kenndi þau fræði aldrei á löngum kennsluferli. Það var gríska sem var hans aðal kennslugrein. Samhliða námi og kennslu skrifaði Sveinbjörn fjölda rita og eitt stærsta verk hans er fræðirit um kveðskap fornmanna sem kom út að honum látnum og taldi yfir 900 blaðsíður. Síðasta verk hans var þýðing Ódysseifskviðu Hómers en hann lést frá því verki og kom það í hlut sonar hans, Benedikts Gröndals, að ljúka því.

Í þessu riti eru 12 ræður Sveinbjarnar. Sú fyrsta er frá 1821 og sú síðasta frá 1850. Þykja þær listasmíð en í þeim brýnir hann nemendur til dáða með heilræðum og dæmisögum af ótrúlegri næmni og alúð, en hann þótti afar góður kennari og var annt um sína skjólstæðinga.

Sigurður Arent Jónsson les.

Almennur fróðleikur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 3 klst 16 mín 187 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
196.00
Skólaræður
Sveinbjörn Egilsson