img

Sjö dauðasyndir: 2. Þórdísarmálið, sakamál frá 17. öld

Guðbrandur Jónsson

Lengd

26m

Tungumál

Icelandic

Enfisflokkur

Spennusögur

Rannsóknir Guðbrands Jónssonar (1888-1953) á gömlum íslenskum sakamálum voru í upphafi liður í rannsóknum hans í íslenskri menningarsögu. Í því sambandi leiddi erlendur fræðimaður athygli hans að því að fátt brigði upp jafn glöggum myndum af menningu fyrri tíma og sakamálin og málsskjöl þeirra, og benti honum jafnframt á málaferlasöfn hins franska málflutningsmanns Gayot de Pitaval (1673-1743). Söfn þessi voru nefnd Víðfræg og áhugaverð málaferli (Causes celébres et intéressantes) og komu út í 20 bindum á árunum eftir 1734. Varð frægð þeirra slík að nafn höfundar varð síðar fræðiheiti á sams konar ritum í öðrum löndum, sem enn í dag eru stundum nefnd Pitaval. Til eru meðal annars mjög stór þýsk og ensk Pitaval-söfn og voru þau stundum notuð til að mennta málflutningsmenn. En heiti fyrsta Pitaval-safnsins á svo sannanlega við, því þessi mál eru afar áhugaverð og ekki síður fyrir almenning.

Þegar Guðbrandur hafði kynnt sér fjölda ritsafna af þessu tagi fór að flögra að honum hvort ekki væri til nægilegt efni í íslenskan Pitaval. Efnið reyndist yfrið nóg og fór hann upp úr 1925 að rannsaka nokkur slík mál og semja frásagnir af þeim. Voru sumar þeirra birtar áður, m.a. í Blöndu. Hér er um að ræða sönn og oft óhugnanleg íslensk sakamál þar sem lesandinn þarf að setja sig í stöðu rannsakanda og leggja mat á hvað gerðist í raun, út frá því sem sagt var og ritað á tíma viðkomandi máls.

Önnur frásögnin í bókinni nefnist Þórdísarmálið, sakamál frá 17. öld. Þórdísarmálið fjallar um vandræðagang yfirvaldsins í héraði og á Alþingi þegar upp kemur mál er varðar brot á Stóradómi. Stúlkan Þórdís vill sverja af sér að hún leggi lag sitt við karlmenn. Annað kemur í ljós og vilja innlend yfirvöld fara vægt í sakir, en fulltrúi konungs af hörku, svo fleira er í spilunum en bara sök Þórdísar. Sagan lýsir líka trú og viðhorfi almennings á þeirri tíð er sagan gerist og er því spegill á mannlífið á Íslandi.

Logi Guðbrandsson les.

Sýna minna

Kafli

1

img

Þórdísarmálið

Guðbrandur Jónsson

26:08

Forsíða

Efnisflokkar

Leit

Bókasafnið þitt