The Shrieking Pit

Arthur J. Rees
0
No votes yet

Sögur á ensku

ISBN 978-9935-16-560-2

Um söguna: 
The Shrieking Pit
Arthur J. Rees
Sögur á ensku

The Shrieking Pit eftir ástralska rithöfundinn Arthur J. Rees (1872–1942) er gamaldags sakamálasaga af bestu gerð. 

Sögusviðið er England á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hinn frægi fornleifafræðingur herra Glenthorpe er myrtur í afskekktu gistihúsi við strendur Norfolk. Í nágrenni gistihússins er mýrlendi þar sem fornar gryfjur hellisbúa nýsteinaldar leynast í þokunni. Særokið hvín yfir fjandsamlegt landslagið og gömul þjóðtrú hermir að þar gangi aftur hvítklædd kona sem hljóði hærra en vindurinn og að hver sem komi auga á hana muni skjótt láta lífið. Nokkrir aðilar koma að rannsókn málsins og sitt sýnist hverjum. Galloway aðstoðaryfirlögregluþjónn grunar ungan gest gistihússins um glæpinn. Rannsóknarlögreglumaðurinn Colwyn, sem er á staðnum í fríi af tilviljun, efast um kenningu Galloways. Frægur taugalæknir telur Glenthorpe hafa látist af læknisfræðilegum orsökum. Loks er það gamall lögfræðingur sem einnig hefur ákveðnar skoðanir á málinu. 

Hér er á ferðinni vel skrifuð sakamálasaga af gamla skólanum með spennandi fléttu, litríkum persónum og ögn af rómantík.

Kevin Green les á ensku.

Sögur á ensku
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:51:34 486 MB

Minutes: 
532.00
ISBN: 
978-9935-16-560-2
The Shrieking Pit
Arthur J. Rees