Sagan af Ambales

Um söguna: 
Sagan af Ambales

Íslendingasögur o.fl.

Hér er á ferð forn riddarasaga eins og þær gerast bestar. Segir hér frá Pastínusi kóngi sem veginn er af ættmennum sínum og fjölskylda hans tekin af og drottningin hneppt í ánauð. Yngri syni þeirra hjóna er þyrmt sökum þess að allir halda hann fávita. Hann er látinn vera í öskustó og hafður hirðinni til skemmtunar, en með tilstyrk töfra og eigin verðleika brýst Ambales úr öskustónni, hefst til vegs og virðingar og endar með því að hefna föður síns og endurheimta ríki hans.

Sagan er gott dæmi um íslenskt málfar miðalda og litríkar lýsingar af orrustum og vígum láta hlustandann ekki ósnortinn.

Sagan var fyrst gefin út af Einari Þórðarsyni árið 1886 og svo endurútgefin af Skúla Thoroddsen árið 1915 og það er sú útgáfa sem er lesin hér.

(Athugið að í bókinni er einu kaflanúmeri sleppt.)

Jón B. Guðlaugsson les.

 

Íslendingasögur o.fl.
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 03:23:42 196,3 MB

Minutes: 
204.00
Sagan af Ambales