Rasmus Kristján Rask: Minningarrit

Björn Magnússon Ólsen

Um söguna: 

Hér er á ferðinni bók sem gefin var út af Hinu íslenska bókmenntafélagi árið 1888 í tilefni af hundrað ára fæðingarafmæli Rasks, en hann fæddist árið 1787. Rask var danskur málfræðingur og einn af fremstu málvísindamönnum 19. aldar. Hann hafði gríðarleg áhrif á mál og menningu okkar Íslendinga og var einn af upphafsmönnum Hins íslenska bókmenntafélags.

Í fyrri hluta bókarinnar rekur Björn Ólsen stuttlega æviferil Rasks með áherslu á tengsl hans við Íslendinga og mikilvægi hans fyrir tungu okkar okkar og menningu sem er mjög áhugaverð lesning.

Síðari hluti bókarinnar samanstendur annars vegar af völdum bréfum frá honum til íslenskra vina sinna og hins vegar frá vinum Rasks til hans. Gefa þau okkur stórskemmtilega innsýn í líf þessara einstaklinga og lífið á Íslandi á þessum tíma.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Ævisögur og frásagnir
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:13:22 243,3 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
253.00
Rasmus Kristján Rask: Minningarrit
Björn Magnússon Ólsen