Njóla

Björn Gunnlaugsson

Um söguna: 

Njóla er heimspekirit um leit að tilgangi heimsins eftir Björn Gunnlaugsson sem kom fyrst út í Reykjavík árið 1882. Verkið er í bundnu máli, fræðiljóð eða fræðidrápa þar sem inntakið er náttúrufræði, heimspeki og guðfræði. Njóla fjallar um tilgang heimsins eða alheimsáformið (teleologia mundi) og reynir höfundur að ráða tilganginn af því hvert skipulag heimsins er. Njóla samanstendur af af 528 erindum sem flest eru ort undir ferskeyttum hætti en nokkur undir gagaraljóðum.

Njóla skiptist í þessa fimm kafla: 1) Heimurinn skoðaður að nóttu, 2) Alheimsáformið uppleitast og finnst að vera lífið og ódauðleikinn, 3) Prófun hins fundna alheimsáforms eða lífsglæðingin á vorum hnetti, 4) Ný staðfesting hins fundna alheimsáforms eða tilgángur og myndun alls líkamlegs efnis fyrir mótspyrnu, samloðun og þýngd, 5) Hátignin í alheimsáforminu.

Njóla var afar vinsæl meðal almennings og var nokkrum sinnum endurútgefin og hafði áhrif í bókmenntum.

Björn Gunnlaugsson (1788-1876) var landmælingamaður og höfundur stjörnufræðirita. Hann starfaði þó mestan hluta ævinnar sem kennari, fyrst við Bessastaðaskóla, en fluttist með skólanum til Reykjavíkur og varð síðar yfirkennari.

Jón B. Guðlaugsson les.

Almennur fróðleikur
Ljóð
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 03:24:05 196,1 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
204.00
Njóla
Björn Gunnlaugsson