Lengd
2h 16m
Tungumál
English
Enfisflokkur
Sögur á ensku
The Monster er nóvella eftir bandaríska rithöfundinn Stephen Crane (1871–1900). Sagan kom fyrst út árið 1898 og gerist í smábæ í New York fylki. Hér segir frá Henry Johnson, manni af afrískum uppruna, sem vinnur hjá lækni bæjarins. Henry verður fyrir því að andlit hans afmyndast hræðilega er hann bjargar syni læknisins úr eldsvoða, og eftir það uppnefna bæjarbúar hann „skrímsli“. Sagan lýsir aðskilnaði, fordómum og kynþáttaátökum í bandarísku samfélagi nítjándu aldarinnar. Sagan hlaut misjafnar viðtökur gagnrýnenda þegar hún kom fyrst út, en er nú almennt talin með bestu verkum höfundar.
Greg W les á ensku.