Móri

Einar Hjörleifsson Kvaran

Um söguna: 

Þessi stutta skáldsaga eftir Einar er frá árinu 1923 en þá var hann á kafi í dulrænum málefnum. Sagan segir frá prestinum Ingólfi sem tekur við nýju brauði í afskekktri sveit. Skömmu síðar deyr sonur eins merkisbóndans í sveitinni. Bendir flest til þess að um slys sé að ræða en faðir drengsins vill meina að drengurinn hafi verið drepinn af Móra, sem sé kunn afturganga þar í sveitinni. Þá kemur til kasta prestsins.

Er þetta spennandi og dramatísk saga sem fjallar um málin á nærfærinn en skilmerkilegan hátt og er ekki laust við að fari um hlustandann á stöku stað, rétt eins og í sögunni Hallgrímur eftir Einar sem einnig er hér á vefnum og verður að teljast ein magnaðasta draugasaga sem rituð hefur verið á íslenska tungu. Já, hér nýtur stílsnilld Einars sín til fulls.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Íslenskar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:44:52 150 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
165.00
Móri
Einar Hjörleifsson Kvaran