Lynch Towers eigandinn

Effie Adelaide Rowlands

Um söguna: 

Lynch Towers eigandinn birtist fyrst á íslensku sem framhaldssaga í Þjóðviljanum á árunum 1912-1913. Á ensku kom hún fyrst út árið 1910 undir nafninu The Master of Lynch Towers. Sagan er hádramatísk ástar- og spennusaga, en höfundurinn var gríðarlega vinsæl á sínum tíma og skrifaði yfir 250 skáldsögur meðan hún lifði.

Effie Adelaide Rowlands fæddist í Ástralíu árið 1859 og hennar raunverulega nafn var Effie Adelaide Maria Henderson. Ung flutti hún til Englands og giftist þar leikritaskáldinu Cecil Raleigh (Cecil Rowlands) og er höfundarnafn hennar þaðan komið. Hún skildi við Rowlands og giftist þá ítölskum tónlistarmanni, Chevalier Carlo Albanesi. Dóttir þeirra hjóna var hin kunna breska leikkona Meggie Albanesi sem lést einungis tuttugu og fjögurra ára gömul en hafði þá þegar getið sér góðs orðstírs fyrir leik á sviði og í kvikmyndum.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Þýddar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 07:33:47 415 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
454.00
Lynch Towers eigandinn
Effie Adelaide Rowlands