List og lífsskoðun (2. bindi)

Sigurður Nordal

Um söguna: 

Í öðru bindi Listar og lífsskoðunar má heyra tímamótafyrirlestra Sigurðar Nordal sem hann flutti fyrir íbúa Reykjavíkur árið 1918. Fyrirlestrarnir voru voru tilkomnir vegna styrks sem Sigurður hafði hlotið til að nema heimspeki erlendis, en ákvæði styrksins var að handhafi skyldi miðla þekkingu sinni til Íslendinga án gjalds. Viðfangsefni Sigurðar í þessu mikla ritverki fela í sér einlyndi og marglyndi, og hin ýmsu svið sem höfundur tengir þessum hugtökum. Þó efnistökin séu víðfeðm og metnaðarfull sýnir Sigurður miklar gáfur í að sameina hugsanir sínar með djúpu innsæi og nær róttækri sannfæringu. Hér ber við einstök blanda af æskumóð en sömuleiðis fæðingu hins agaða fræðimanns sem einkennir lífsstarf Sigurðar. Þó stílbragðið beri vott um tíðarandann eru hugleiðingar hans og spurningar tímalausar og eiga jafnt erindi við samtímamenn sem og Íslendinga þess tíma, sem enn voru á upphafsstigum í menntunar- og sjálfstæðismálum.

Annar hluti bókarinnar veitir yfirsýn á eina þekktustu ritdeilu síðustu aldar, sem reis upp milli Sigurðar Nordal og Einars H. Kvaran. Heiðarleg gagnrýni Sigurðar á bókmenntaskrif Einars er ekki síður áhugaverð en fyrirbærið ritdeila, sem á þessum árum átti sér stað í dagblöðum. Samtímamenn geta nú spurt sig hvert eðli slíkra deilna er nú á dögum, með tilkomu samfélagsmiðla þar sem hver sem er getur tekið þátt í slíkum deilum.

Lokahluti þessa bindis eru áhugaverðar hugleiðingar Sigurðar um hin ýmsu fyrirbæri, hugtök og heimspekinga, þar sem ritsnilld og frumleg hugsun hans njóta sín til fulls.

Svavar Jónatansson les.

Greinar
Íslenskar smásögur
Ævisögur og frásagnir
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 18:32:29 1,07 GB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
1112.00
List og lífsskoðun (2. bindi)
Sigurður Nordal