Launsonurinn (3. bók)

Rafael Sabatini

Um söguna: 

Sagan fjallar um ungan málafærslumann, sem alist hefur upp hjá aðalsmanni nokkrum í Bretaníu í Frakklandi, en fær enga vitneskju um föður eða móður. Hann lendir í útistöðum við markgreifa nokkurn sem leiðir til að hann hrekst á flótta og lendir í margvíslegum ævintýrum sem ná hámarki í frönsku byltingunni þar sem uppruni hans kemur í ljós.

Sabatini (1875-1950) var á sínum tíma gríðarlega vinsæll og voru margar bækur hans þýddar á íslensku. Launsonurinn kom fyrst út á íslensku árið 1932 í þýðingu Kristmundar Þorleifssonar. Sögur hans flokkast sem ævintýrasögur með rómantískum blæ og hafa verið gerðar kvikmyndir af mörgum þeirra.

Sabatini fæddist á Ítalíu en móðir hans var ensk og faðir hans ítalskur. Þau voru bæði óperusöngvarar. Æska hans var um margt óvenjuleg. Hann var sendur í skóla fyrst í Portúgal og síðar til Sviss. Þá dvaldi hann löngum hjá afa sínum á Englandi.

Upphaflega ætlaði hann að hasla sér völl í heimi viðskipta en ákvað svo að leggja skrif fyrir sig. Ekki gekk það vel í fyrstu og það tók hann um tuttugu ár að ná árangri en það var fyrst með sögunni Scharamouche (Launsonurinn) sem kom út árið 1921 að hann sló ó gegn. Eftir það var ekki aftur snúið. Af öðrum kunnum skáldsögum eftir Sabatini má nefna Captain Blood (1922), The Sea-Hawk (1915) og Fortune´s Fool (1923).

Sabatini varð fyrir þeirri ógæfu að missa einkason sinn í flugslysi árið 1927. Hafði það mikil áhrif á hann. Í kjölfarið skildi hann við konu sína Ruth og giftist Christine Dixon. Hún átti son af fyrra sambandi sem einnig lést í flugslysi daginn sem hann fékk flugmannsskírteini sitt frá breska flughernum. Var hann þá að fagna áfanganum og flaug yfir hús Sabatinis og móður sinnar, en hlekktist á og hrapaði fyrir augum fjölskyldu sinnar. Náði Sabatini sér aldrei alveg eftir það.

Sabatini lést í Sviss árið 1950 og var jarðsettur þar.

Kristján Róbert Kristjánsson les.


 

Þýddar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 06:41:09 192,8 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
401.00
Launsonurinn (3. bók)
Rafael Sabatini