Líf og blóð

Theódór Friðriksson

Um söguna: 

Skáldsagan Líf og blóð eftir Theódór Friðriksson (1876-1948) kom út árið 1928. Sagan er samtímasaga sem segir frá örlögum alþýðufólks í litlu þorpi úti á landi, en slíka staði og slíkt fólk þekkti Theódór vel af eigin raun. Er sagan sumpart frábrugðin fyrri sögum Theódórs þar sem vonleysið yfirskyggir allt og engin lausn í sjónmáli, því hér eygjum við ofurlitla von um að hlutirnir geti breyst til batnaðar. Sú von birtist fyrst og fremst í persónunni Stevenson sem fátækur fór utan og kom ríkur heim. Lausnin þarf sem sagt að koma utanfrá.

Sagan er skrifuð á kjarnyrtu og hispurslausu máli sem einkenndi öll skrif Theódórs. Persónur sögunnar sem margar eru vel upp dregnar og lifandi eru öðrum þræði stereótýpur fyrir ákveðna þjóðfélagshópa og manngerðir, því Theódór leitaðist við í sögum sínum að lýsa samtíma sínum eins og hann þekkti hann janframt því sem hann spann upp skemmtilegan og sannfærandi söguþráð.

Bókin fékk misjafna dóma eins og gengur enda í henni mikil ádeila. Samfélagið einkenndist af hörðum stéttaátökum og bókmenntir sem og annað var dæmt útfrá því hvar í sveit menn voru skilgreindir í þeim efnum. Í tímaritinu Rétti stuttu eftir að sagan kom út segir m.a. „Ég veit að sagan muni fá misjafna dóma. Yfirstéttinni geðjast ekki að því, að svo miskunnarlaust sé flett ofan af atferli hennar við fátæklingana, eins og höfundur gerir. Þess vegna mun hún fordæma hana. En því meiri hnútur sem höfundur fær frá henni fyrir söguna, því betur hefir honum tekist að koma við kaunin og því sannari er lýsing hans.“

Jón B. Guðlaugsson les.

Íslenskar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:33:15 140 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
153.00
Líf og blóð
Theódór Friðriksson