Kvöldræður í Kennaraskólanum

Magnús Helgason

Um söguna: 

Í bókinni Kvöldræður í Kennaraskólanum er að finna úrval erinda sem Magnús Helgason, fyrsti skólastjórinn þar, flutti á kvöldvökum sem haldnar voru í hans tíð á árunum 1909-1929. Hann kom víða við og flutti á afar fallegu máli erindi sín sem féllu í góðan jarðveg. Fjallaði hann meðal annars um Sturlungaöldina, siðaskiptin, Þjórsárdal, Landnámabók og ættjarðarást svo eitthvað sé nefnt.

Magnús fæddist í Birtingaholti í Hrunamannahreppi árið 1857. Hann útskrifaðist tvítugur úr Latínuskólanum og sem guðfræðingur frá Prestaskólanum fjórum árum síðar. Hann starfaði síðan við prestskap, kennslu og skólastjórn, auk þess að stunda búskap og sinna ýmsum framfaramálum. Hann tók við stjórn Kennaraskólans við stofnun hans, en lét af embætti árið 1929. Magnús lést árið 1940.

Kvöldræðurnar komu út á bók árið 1931 og var það Prestafélagið sem gaf þær út. Einar H. Kvaran skrifaði inngang og segir þar frá Magnúsi, ævi hans og starfi.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

Almennur fróðleikur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 11:11:25 645,1 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
671.00
Kvöldræður í Kennaraskólanum
Magnús Helgason