img

Konan mín svonefnda

Richard Henry Savage

Lengd

6h 9m

Tungumál

Icelandic

Enfisflokkur

Skáldsögur

Hér er á ferðinni stórskemmtileg saga sem hefst á því að maður einn er á leið til Rússlands þegar fögur kona verður á vegi hans og biður um að fá að ferðast með honum sem eiginkona hans. Þannig geti hann hjálpað henni að komast yfir landamærin því vegabréfið hans gilti einnig fyrir hana. (Þetta var á þeim tíma þegar sarinn réð í Rússlandi.) Átti þetta samkomulag bara að vera þangað til þau væru komin yfir landamærin, en þá yrði hann laus allra mála hvað hana varðaði. En eins og svo oft taka atburðirnir óvænta stefnu og við tekur sérlega skemmtileg og spennandi atburðarás.

Richard Henry Savage (1846-1903) var bandarískur liðsforingi auk þess sem hann samdi yfir 40 skáldsögur, einkum ævintýra- og spennusögur, sem hann byggði sumpart á eigin reynslu. Lifði hann mjög viðburðaríku lífi og segir sagan að teiknimyndahetjan Doc Savage sé byggð á honum. Savage lagði ungur stund á verkfræði og lögfræði og útskrifaðist úr bandarískum herskóla með þær greinar sem sitt sérsvið. Gerðist hann hermaður og þjónaði á ýmsum stöðum, m.a. í egypska hernum. Hann kvæntist þýskri hefðarkonu og sneri með hana aftur til Bandaríkjanna. Var hann þó alla tíð mikið á ferðinni og hélt þangað sem launin voru góð og sérþekkingar hans var óskað. Árið 1890 fékk hann hitasótt í Hondúras og meðan hann var að jafna sig á því hóf hann að skrifa fyrstu skáldsögu sína sem var einmitt Konan mín svonefnda (My Official Wife). Varð sagan gríðarlega vinsæl og þótti mjög hugvitssamleg. Í kjölfarið var hún þýdd á fjölmörg tungumál. Hún var þó bönnuð í Rússlandi.

Þó svo að sagan sé engan veginn sannsöguleg þá, eins og í sögunni, giftist dóttir hans rússneskum hefðarmanni og því heimsótti hann Rússland nokkuð oft ásamt konu sinni. Sagan hefur verið sett upp á leiksviði og gerð eftir henni kvikmynd.

Savage lést einungis 57 ára er hann varð fyrir hestvagni á götum New York borgar. 

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sýna minna

Kafli

1

img

01. lestur

Richard Henry Savage

24:11

2

img

02. lestur

Richard Henry Savage

18:02

3

img

03. lestur

Richard Henry Savage

17:09

4

img

04. lestur

Richard Henry Savage

23:07

5

img

05. lestur

Richard Henry Savage

32:09

6

img

06. lestur

Richard Henry Savage

17:36

7

img

07. lestur

Richard Henry Savage

27:34

8

img

08. lestur

Richard Henry Savage

25:03

9

img

09. lestur

Richard Henry Savage

20:59

10

img

10. lestur

Richard Henry Savage

25:46

11

img

11. lestur

Richard Henry Savage

18:14

12

img

12. lestur

Richard Henry Savage

17:29

13

img

13. lestur

Richard Henry Savage

12:44

14

img

14. lestur

Richard Henry Savage

21:01

15

img

15. lestur

Richard Henry Savage

29:24

16

img

16. lestur

Richard Henry Savage

27:24

17

img

17. lestur

Richard Henry Savage

10:35

Forsíða

Efnisflokkar

Leit

Bókasafnið þitt