Jón skósmiður

Theódór Friðriksson

Um söguna: 

Sagan Jón skósmiður eftir alþýðusnillinginn Theódór Friðriksson er í senn látlaus og stórbrotin skáldsaga, sem auk þess að segja sögu roskins skósmiðs í Reykjavík um miðja tuttugustu öld rekur sögu íslensku þjóðarinnar á þeim umbrotatímum þegar stríð geysaði úti í hinum stóra heimi og landið okkar var hernumið. Við kynnumst hernáminu með augum þessa glöggskyggna manns, ástandinu svokallaða, fjárplógsmönnum sem sjá gróðavon í nýjum tímum og þjóð sem þarf að aðlagast miklum breytingum og brjótast úr viðjum fortíðar, að ekki sé talað um framtíðarsýnina sem birtist okkur og er einkar forvitnileg. En bókin er ekki bara samtímaspegill því við kynnumst einnig lífi og raunum þessa geðfellda skósmiðs, konunni Ragnhildi Reynis, ungu stúlkunni Rúnu og athafnamanninum Eyjólfi kastanrassa – allt ótrúlega vel skapaðir og trúverðugir einstaklingar á ótrúlegum tímum. Það verður enginn svikinn af þessari frábæru sögu.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Íslenskar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:03:17 442 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
483.00
Jón skósmiður
Theódór Friðriksson