img

Lengd

2h 0m

Tungumál

Icelandic

Enfisflokkur

Styttri sögur

Smásagan Illagil er falleg og spennandi saga sem birtist fyrst í vestur-íslenska tímaritinu Syrpu árið 1911. Þar segir frá bóndanum Sigurði sem tekur sér bólfestu á bænum Hömrum, þar sem forfeður hans bjuggu áður. Segir sagan að álög hvíli á staðnum, einkum og sér í lagi ef þar búi afkomendur forfeðra Sigurðar. Nú er að sjá hvort Sigurður og fjölskylda hans fái staðist það.

Þorsteinn Þ. Þorsteinsson skáld og rithöfundur fæddist að Uppsölum í Svarfaðardal 11. nóvember 1879. Hann flutti til Winnipeg 1901 og átti þar heima. Hann var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Rannveig Jónsdóttir og áttu þau tvo syni, Þorstein og Jón. Síðari kona Þorsteins var Goðmunda Haraldsdóttir. Þau voru barnlaus. Þorsteinn lifði báðar konur sínar og syni, og á enga afkomendur á lífi svo vitað sé. Þekktastur var hann fyrir Sögur Íslendinga í Vesturheimi. Í Héraðsskjalasafni Svarfdæla á Dalvík eru fjölmörg handrit eftir hann. Einnig var hann liðtækur og fjölvirkur teiknari og á safnið nokkrar teikningar eftir hann. Þorsteinn andaðist á Gimli í Kanada 23. desember 1955. Árið 1956 var aska hans og Goðmundu konu hans flutt heim til Íslands og jarðsett að Völlum í Svarfaðardal 27. maí 1956, í leiði Dagbjartar fóstru sinnar. (Heimild: Stefán Aðalsteinsson: Svarfdælingar, seinna bindi.)

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sýna minna

Kafli

1

img

1. kafli

Þorsteinn Þ. Þorsteinsson

09:03

2

img

2. kafli

Þorsteinn Þ. Þorsteinsson

14:56

3

img

3. kafli

Þorsteinn Þ. Þorsteinsson

09:03

4

img

4. kafli

Þorsteinn Þ. Þorsteinsson

25:25

5

img

5. kafli

Þorsteinn Þ. Þorsteinsson

23:48

6

img

6. kafli

Þorsteinn Þ. Þorsteinsson

06:47

7

img

7. kafli

Þorsteinn Þ. Þorsteinsson

12:19

8

img

8. kafli

Þorsteinn Þ. Þorsteinsson

18:45

Forsíða

Efnisflokkar

Leit

Bókasafnið þitt