Hrakningar og heiðavegir (4. bindi)

Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson

Um söguna: 

Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson draga hér saman einstakar sögulegar heimildir um landsvæði sem nær yfir stærstan hluta Íslands, en er þó flestum landsmönnum enn ókunnugur. Hálendi Íslands var í senn mikilvæg samgönguleið allt frá landnámsöld þegar ferðir voru farnar milli landshluta í erindagjörðum bænda, höfðingja og biskupa.

Í fjórða og síðasta bindi Hrakninga og heiðavega draga höfundar fram úrval sagna um baráttu Íslendinga við veðuröfl og óblíða náttúru landsins. Má sem dæmi nefna ótrúlega afkomu Guðfinns Jakobssonar sem hrapaði fram af klettum í Furufjarðarófæru niður í grýtta fjöru, stórhríðarbyl í Skagafirði og viðureign Björns Egilssonar við ótraustan ís Grænutjarnar. Um fjölda og fjölbreytni sagna er of margt að segja í svo stuttu máli sem kynning býður, en fullyrða má að síðasta bindið í bókaflokki þessum gefi hinum lítið eftir. Hrakningar og heiðavegir eru bækur sem veita betri skilning á veruleika ferðalaga fyrri alda en nokkrar aðrar bókmenntir íslenskar. Þær veita hlustendum í senn spennu, fróðleik og undrun á sambúð landsmanna við íslenska veðráttu.

Svavar Jónatansson les.

Þjóðlegur fróðleikur
Almennur fróðleikur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:31:48 491,9 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
512.00
Hrakningar og heiðavegir (4. bindi)
Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson