Hrakningar og heiðavegir (3. bindi)

Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson

Um söguna: 

Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson draga hér saman einstakar sögulegar heimildir um landsvæði sem nær yfir stærstan hluta Íslands, en er þó flestum landsmönnum enn ókunnugur. Hálendi Íslands var í senn mikilvæg samgönguleið allt frá landnámsöld þegar ferðir voru farnar milli landshluta í erindagjörðum bænda, höfðingja og biskupa.

Í þriðja bindi Hrakninga og heiðavega draga höfundar fram úrval sagna um baráttu Íslendinga við veðuröfl og óblíða náttúru landsins. Má þar nefna feigðarför Áslaugar sem ásamt Þórði Þórðarsyni glímdi við vetrarstorm á fjallvegi milli Borgarfjarðar eystri og Fljótsdalshéraðs, og hina ótrúlegu lífsbjörg Sigurðar Björnssonar frá Kvískerjum þegar hann hrapaði ofan í jökulsprungu og sat þar fastur á hvolfi í um sólarhring. Þetta þriðja bindi er þó ekki einungis tileinkað viðureign mannsins við náttúruöflin, heldur einnig viðamikilli umfjöllun um ferðir og könnun hálendisins á öldum áður, allt fram á miðja 20. öld. Hálendið, heiðar og uppsveitir landsins eru töfraheimur sem lengi hefur heillað, hrakið og hrætt landsmenn. Tekst höfundum snilldarlega að veita innsýn í hættur sem og töfra þessara landsvæða.

Svavar Jónatansson les.

Þjóðlegur fróðleikur
Almennur fróðleikur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 09:04:44 523,4 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
545.00
Hrakningar og heiðavegir (3. bindi)
Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson