Hrafnhildur

Jón Björnsson

Um söguna: 

Skáldsagan Hrafnhildur eftir Jón Björnsson kom út árið 1931. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar hún um Hrafnhildi, læknisdóttur úr sveit, sem ólst upp hjá einstæðum föður eftir að móður hennar lést við barnsburð. Að föður sínum látnum flytur hún til Reykjavíkur og hefur þar söngnám. Kennari hennar hvetur hana til áframhaldandi náms og er sannfærður um að við henni blasi frægð og frami á erlendri grund. Hún kýs sér annað hlutskipti sem verður örlagarík ákvörðun.

Jón Björnsson var Dalvíkingur, fæddist í Efstakoti á Upsaströnd árið 1891. Hann starfaði við blaðamennsku, bæði í Reykjavík og á Akureyri, en stundaði önnur ritstörf í tómstundum, skrifaði bæði ljóð og sögur. Fyrsta bók Jóns var smásagnasafnið Ógróin jörð. Hún kom út árið 1920. Skáldsagan Hinn bersyndugi var gefin út ári síðar. Þá kom ljóðabókin Sóldægur 1922 og skáldsagan Jafnaðarmaðurinn 1924. Síðust var skáldsagan Hrafnhildur sem gefin var út að höfundi látnum, en hann lést árið 1930.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

Íslenskar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:45:36 504,9 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
526.00
Hrafnhildur
Jón Björnsson