Hann er sagður bóndi

Vilhjálmur Hjálmarsson

Um söguna: 

Mjófirðingur, alþingismaður, menntamálaráðherra og bóndi. Þetta er nærri lagi uppröðun þeirra hlutverka sem Vilhjálmur Hjálmarsson gegndi á langri starfsævi, sem ávallt leiddi hann aftur heim í Mjóafjörð.

Í þessari víðfeðmu yfirferð Vilhjálms um líf og starf fáum við innsýn í einstakt samfélag Mjóafjarðar og samband íbúa við Ísland á miklum gróskutímum. Æskuslóðirnar eru Vilhjálmi akkeri í ólgusjó lífsins.

Vilhjálmur hélt á vit stjórnmála undir væng Framsóknarflokksins sem leiddi hann inn í innsta hring íslenskra stjórnmála. Frásagnir hans frá alþingisárunum eru opinskáar og einlægar líkt og æskuminningar hans og mannlífsmyndir frá Mjóafirði.

Í bókinni kynnumst við Vilhjálmi en sömuleiðis stórum flokki einstaklinga. Næmni og virðing Vilhjálms fyrir tilverunni birtist í frásögnum af almúgafólki jafnt og landsfeðrum og stórmeisturum íslenskrar listasögu. Er öllum gert jafn hátt undir höfði í frásögnum Vilhjálms.

Þó þessi kunni Mjófirðingur hafi sjaldan þótt mikill bóndi, ræktaði hann og uppskar mikið á sviði bókmennta, enda liggja fjölmargar bækur eftir hann.

Svavar Jónatansson les.

Ævisögur og frásagnir
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:21:18 481,5 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
501.00
Hann er sagður bóndi
Vilhjálmur Hjálmarsson