Hagalagðar

Einar Þorkelsson

Um söguna: 

Hagalagðar er safn smásagna eftir Einar Þorkelsson rithöfund, ritstjóra og skrifstofustjóra. Safnið var gefið út á bók árið 1928. Þar eru níu sögur þar sem dýr skipa stóran sess, enda var höfundur mikill dýravinur.

Þekktasta verk Einars kom út tveimur árum áður, smásagnasafnið Ferfætlingar, sem eins og nafnið ber með sér segir frá dýrum, ekki síst hestum, en Einar var ungur að árum orðlagður hestamaður.

Einar fæddist á Borg á Mýrum 1867, en lést í Reykjavík árið 1945. Einar gerðist snemma skrifari fyrir ýmsar verslanir í heimabyggð, en stundaði einnig smíðar og búskap á yngri árum. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur starfaði hann sem skrifstofustjóri Alþingis í átta ár frá 1914, en varð að láta af störfum vegna veikinda. Árið 1929 ritstýrði hann tímaritinu Dýraverndaranum.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

Íslenskar smásögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 03:22:01 194,1 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
202.00
Hagalagðar
Einar Þorkelsson