Gríma

Theódór Friðriksson
4
Average: 4 (1 vote)

Íslenskar skáldsögur

ISBN 978-9935-28-346-7

Um söguna: 

Skáldsagan Gríma mun hafa verið skrifuð árið 1930 en kom fyrst út í bók ásamt sögunni Rósa í síldinni undir nafninu Tvær sögur árið 1945 að því er við best vitum. Þá birtist hún í tímaritinu Lögréttu í Vesturheimi árið 1935. Er þetta örlagasaga þar sem segir frá Grímsa, átján ára dreng úr sveit sem ræður sig á sjó í verbúð. Þar kynnist hann Grímu, ungri stúlku sem er ráðskona (fanggæsla) þar í verbúðinni. Í sögunni kynnumst við verbúðarlífi eins og það var í byrjun 20. aldar en Theódór þekkti það vel af eigin raun. Þar var dauðinn sífellt nálægur og lífsbaráttan hörð. Þá dregur Theódór í sögunni upp myndir af ótrúlegum persónum sem hann án efa byggir á raunverulegu fólki. Hér er á ferðinni stórskemmtileg saga eftir hreint ótrúlegan rithöfund sem ekki má falla í gleymsku.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Íslenskar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 03:26:55 189 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
ISBN: 
978-9935-28-346-7
Gríma
Theódór Friðriksson