img

Fundnir snillingar

Jón Óskar

Lengd

6h 3m

Tungumál

Icelandic

Enfisflokkur

Æviminningar

Jón Óskar var einn af hinum svokölluðu atómskáldum sem vöktu fyrst almenna athygli í kringum árið 1950. Þá var hann meðal helstu ljóðaþýðenda og þýddi einnig minnisstæðar skáldsögur og leikrit, smásagnahöfundur, ritgerðahöfundur og ævisagnahöfundur.

Árið 1969 hóf Jón Óskar að gefa út endurminningar sínar þar sem segir meðal annars frá þeirri vakningu í bókmenntum sem átti sér stað á stríðsárunum og eftir stríð. Það sem kannski einkennir þessar minningabækur Jóns Óskars framar öðru er einlægni og hógværð sem ljær þeim kraft sem skilur þær frá öðrum svipuðum bókum og gerir það að verkum að erfitt er að leggja þær frá sér. Samtíminn í bókunum birtist okkur bara þegar og ef hann snertir líf höfundar og það er einmitt sú afstaða hans, að ramma ekki ævi sína inn í eitthvert sögusvið heldur klæða sögusviðið utan um hann sjálfan, sem er svo heillandi við þessar bækur.

Fundnir snillingar hefst seint á fjórða áratugnum þegar Jón fékk áhuga á kveðskap og byrjaði að fást við að semja ljóð. Þegar frásagan hefst er hann nemandi í gagnfræðaskólanum í Flensborg og þaðan liggur leið hans til Reykjavíkur þar sem nýr heimur opnast honum. Þar kynnist hann Hannesi Sigfússyni sem dregur hann með sér á stofnfund nýs félags ungra rithöfunda í Ingimarsskólanum við Frakkastíg, en sá fundur og viðkynningin við Hannes varð á margan hátt örlagavaldur í lífi Jóns.

Sérlega áhugaverðar eru hugleiðingar Jóns Óskars um verk sem hann les á þessum árum og höfunda sem verða á vegi hans. Eru þær lausar við alla tilgerð og útúrsnúninga sem eiga það til að einkenna slíkar minningar. Í raun má segja að bókin sé í aðra röndina lestrar- og bókmenntasaga ungs manns á umbrotatímum. Frásögninni lýkur þegar höfundurinn reynir fyrir sér sem bóksölumaður árið 1942. Bókin kom út hjá bókaforlaginu Iðunni árið 1969.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

 

Sýna minna

Kafli

1

img

1. kafli

Jón Óskar

16:02

2

img

2. kafli

Jón Óskar

31:48

3

img

3. kafli

Jón Óskar

14:22

4

img

4. kafli

Jón Óskar

14:52

5

img

5. kafli

Jón Óskar

07:40

6

img

6. kafli

Jón Óskar

23:06

7

img

7. kafli

Jón Óskar

07:20

8

img

8. kafli

Jón Óskar

08:27

9

img

9. kafli

Jón Óskar

05:26

10

img

10. kafli

Jón Óskar

15:40

11

img

11. kafli

Jón Óskar

10:08

12

img

12. kafli

Jón Óskar

15:39

13

img

13. kafli

Jón Óskar

39:56

14

img

14. kafli

Jón Óskar

14:04

15

img

15. kafli

Jón Óskar

23:42

16

img

16. kafli

Jón Óskar

15:36

17

img

17. kafli

Jón Óskar

12:35

18

img

18. kafli

Jón Óskar

28:45

19

img

19. kafli

Jón Óskar

21:23

20

img

20. kafli

Jón Óskar

05:50

21

img

21. kafli

Jón Óskar

30:14

Forsíða

Efnisflokkar

Leit

Bókasafnið þitt