Fljótsdæla saga er ein af Íslendingasögunum. Sagan mun vera ein af yngstu Íslendingasögunum, talin rituð um 1500. Sögusviðið er einkum Fljótsdalur á Austurlandi, en hún teygir sig einnig til Hjaltlands. Kemur hún í framhaldi af Hrafnkels sögu Freysgoða og tengist líka Droplaugarsona sögu, enda um sömu meginpersónur að ræða að hluta, þá Helga og Grím Droplaugarsyni. Í byrjun sögunnar er skemmtilegur kafli um það hvernig Droplaug, dóttir Björgólfs jarls á Hjaltlandi, kemur til Íslands.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 03:41:20 202 MB
