img

Lengd

6h 44m

Tungumál

Icelandic

Enfisflokkur

Æviminningar

Í þessari stuttu en víðfeðmu bók Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku finnur hlustandinn bókstaflega fyrir þeim sterku böndum sem höfundur tengist æskuslóðum sínum í Mjóafirði. Ólíkt mörgum sem kenna sig við átthagana, hélt Vilhjálmur einstakri tryggð við fjörð sinn og fólk, og miðlar í þessari bók fróðleik um hvort tveggja. Vilhjálmur þjónaði íslenskri þjóð í höfuðstaðnum sem ráðherra og alþingismaður um margra ára skeið, en líf sitt tileinkaði hann ávallt Mjóafirði. Bókin rekur í senn sögu byggðar í þessum afskekkta og harðbýla firði á Austfjörðunum og fólksins sem byggði hann með dugnaði og útsjónarsemi. Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku sá fegurðina í náttúru og samfélagi manna, og er óhætt að segja að bók þessi fangi hvort tveggja. Hlustandinn fær innsýn í þróun landbúnaðar í firðinum og hvernig nútíminn gjörbylti atvinnuháttum Mjófirðinga. Vilhjálmur er náttúrulegur skrásetjari þess sem liðið er og gerir fortíðinni hátt undir höfði. Einstaklingunum sem sköpuðu sögu Mjóafjarðar er gefinn heiðurssess í þessari stórskemmtilegu sögu. Þess ber þó að geta að frásagnir Vilhjálms ná langt út fyrir fjörðinn hans, og rekur hann ýmsar sögur af strandsiglingum og bílferðum fyrri tíma. Í bókinni nær höfundur að fanga hið smáa og stóra yfir vítt svið í tíma og rúmi.

Svavar Jónatansson les.

Sýna minna

Kafli

1

img

01. Titill

Vilhjálmur Hjálmarsson

00:09

2

img

02. Formáli

Vilhjálmur Hjálmarsson

01:22

3

img

03. Gömlu bréfin geyma

Vilhjálmur Hjálmarsson

29:01

4

img

04. Á sjó og landi: Fólksflutningar með ströndum fram

Vilhjálmur Hjálmarsson

44:04

5

img

05. Austfjarðaþokan - séð utan frá

Vilhjálmur Hjálmarsson

11:31

6

img

06. Alþingishátíð á Egilsstöðum

Vilhjálmur Hjálmarsson

11:37

7

img

07. Héraðsfé og hrossaleit

Vilhjálmur Hjálmarsson

18:32

8

img

08. Það var gaman í þeirri ferð

Vilhjálmur Hjálmarsson

10:30

9

img

09. Síðasta ferðin

Vilhjálmur Hjálmarsson

18:07

10

img

10. Um víðan völl: Örkynni

Vilhjálmur Hjálmarsson

15:01

11

img

11. Öflugur leiðtogi. - Æringi í bland

Vilhjálmur Hjálmarsson

14:04

12

img

12. Nokkur orð um Norðmenn

Vilhjálmur Hjálmarsson

13:48

13

img

13. Utanhallt við alvöruna

Vilhjálmur Hjálmarsson

18:08

14

img

14. Sláttumaður og sléttar tún

Vilhjálmur Hjálmarsson

22:21

15

img

15. Á heimaslóð: Eyðan stóra - sem engin er

Vilhjálmur Hjálmarsson

10:27

16

img

16. Atburða- og sagnatengd örnefni í Mjóafirði

Vilhjálmur Hjálmarsson

02:02

17

img

17. Stríðið og Mjóifjörður

Vilhjálmur Hjálmarsson

11:18

18

img

18. Eldleysa og eldleysingar

Vilhjálmur Hjálmarsson

40:12

19

img

19. Fjórar húsfreyjur

Vilhjálmur Hjálmarsson

1:01:52

20

img

20. Búhættir í heila öld

Vilhjálmur Hjálmarsson

37:26

21

img

21. Niðurlögð tól og tæki

Vilhjálmur Hjálmarsson

10:51

22

img

22. Eftirmáli

Vilhjálmur Hjálmarsson

01:19

Forsíða

Efnisflokkar

Leit

Bókasafnið þitt