Unnur Benediktsdóttir Bjarklind (1881-1946) sem skrifaði undir dulnefninu Hulda var stórmerk skáldkona ættuð úr Þingeyjarsýslu. Var hún einungis tvítug þegar hún vakti athygli fyrir ljóð sín, sem áttu sterkar rætur í sögu lands og þjóðar. Hún vakti t.a.m. þulurnar af dvala og var þar á undan Theodóru Thoroddsen. Þá skrifaði hún töluvert af sögum bæði fyrir börn og fullorðna, einkum smásögur. Skáldsaga hennar Dalafólk kom út í tveimur bindum á árunum 1936 og 1939 og þykir með hennar áhugaverðustu verkum. Um hana segir Stefán Einarsson í Íslenskri bókmenntasögu 874-1960: „Dalafólk var rituð sem svar gegn Sjálfstæðu fólki Laxness og átti að lýsa lífinu á fyrirmyndarheimilum í Þingeyjarsýslu. Vera má að sú saga sé eitthvað fegruð, en lítill vafi er á því að bókin sé forvitnileg heimild um þroskaheimili hinnar frægu þingeysku menningar.“
Við skiptum sögunni í fimm bækur. Hér í þriðju bók er fyrsti hluti 2. bindis, en það nefnist „Kynslóðir koma“.
Hafdís E. Jónsdóttir les.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 03:45:47 206 MB
