The Count of Monte Cristo

Alexandre Dumas

Um söguna: 

The Count of Monte Cristo (Le Comte de Monte-Cristo) er sígild ævintýrasaga eftir franska rithöfundinn Alexandre Dumas. Sagan er þekktasta verk höfundar ásamt sögunum um skytturnar þrjár. Sögusviðið er Frakkland, Ítalía og eyjar í Miðjarðarhafinu á tímabilinu 1815–1839. Sagan hefst á sama tíma og Napóleon yfirgefur útlegð sína á eyjunni Elbu og snýr aftur til valda.

Söguhetjan, Edmond Dantès, er ranglega ásakaður um landráð, handtekinn og hnepptur í fangelsi á hrjóstrugri eyju, án réttarhalda. Með aðstoð samfanga síns kemst Dantès að því hverjir stóðu að baki þessu illvirki, og verður staðráðinn í því að komast burt úr fangelsinu og leita hefnda. Hér er á ferðinni stórfengleg saga um mátt vonarinnar, réttlæti, hefnd, miskunn og fyrirgefningu.

Sagan kom fyrst út á árunum 1844–1846. Sú enska þýðing sem hér er lesin kom út árið 1888 og er þýðandi ókunnur.

David Clarke les á ensku.

 

Sögur á ensku
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 53:38:27 772,8 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
3218.00
The Count of Monte Cristo
Alexandre Dumas