img

The Count of Monte Cristo

Alexandre Dumas

Lengd

53h 38m

Tungumál

English

Enfisflokkur

Sögur á ensku

The Count of Monte Cristo (Le Comte de Monte-Cristo) er sígild ævintýrasaga eftir franska rithöfundinn Alexandre Dumas. Sagan er þekktasta verk höfundar ásamt sögunum um skytturnar þrjár. Sögusviðið er Frakkland, Ítalía og eyjar í Miðjarðarhafinu á tímabilinu 1815–1839. Sagan hefst á sama tíma og Napóleon yfirgefur útlegð sína á eyjunni Elbu og snýr aftur til valda.

Söguhetjan, Edmond Dantès, er ranglega ásakaður um landráð, handtekinn og hnepptur í fangelsi á hrjóstrugri eyju, án réttarhalda. Með aðstoð samfanga síns kemst Dantès að því hverjir stóðu að baki þessu illvirki, og verður staðráðinn í því að komast burt úr fangelsinu og leita hefnda. Hér er á ferðinni stórfengleg saga um mátt vonarinnar, réttlæti, hefnd, miskunn og fyrirgefningu.

Sagan kom fyrst út á árunum 1844–1846. Sú enska þýðing sem hér er lesin kom út árið 1888 og er þýðandi ókunnur.

David Clarke les á ensku.

 

Sýna minna

Kafli

Forsíða

Flokkar

Leit

Bókasafnið þitt

Valmynd

Innskráning
The Count of Monte Cristo - Hlusta.is | Hlusta.is