Brúðför eða banaráð

Stephan Lauzanne

Um söguna: 

Þessa sögu fengum við úr Sögusafni Ísafoldar 1893 og þrátt fyrir að þýðingin sé komin til ára sinna þá er hún bæði vel unnin og nútímaleg og ætti því ekki að trufla neinn. Sagan byggir á raunverulegum atburðum úr byltingasögu Ungverja gegn Austurríska heimsveldinu.

Við á Hlusta.is flettum upp í sagnfræðinni og komumst að því að þó hér sé um skáldverk að ræða þá stemmir margt í sögunni. Lúðvík (Lajos) Batthyanay greifi var fyrsti forsætisráðherra Ungverjalands og átti í átökum við Habsborgarana. Ólíkt því sem kemur fram í sögunni var hann þó giftur og það var einmitt kona hans sem smyglaði sverði inn í fangelsið sem hann notaði til að reyna að fyrirfara sér sem mistókst eins og fram kemur. Að öðru leyti viljum við þó ekki gefa neitt upp um söguþráðinn.

Höfundur sögunnar teljum við vera franska blaðamanninn og ritstjóa Le Matin Stéphane Lauzanne (1874-1958). Hann var meðlimur í sendinefnd Frakka til Bandaríkjanna meðan á fyrri heimstyrjöldinni stóð og við lok síðari heimsstyrjaldarinnar var hann svo dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að hafa unnið með óvinunum.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Þýddar smásögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:32:10 15,5 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
32.00
Brúðför eða banaráð
Stephan Lauzanne