The Blue Hotel

Stephen Crane

Um söguna: 

Það hefur verið sagt um söguna The Blue Hotel eftir Stephen Crane að hún sé stórfengleg saga skrifuð í stíl Ernest Hemingway, þó svo að Hemingway hafi þá ekki verið fæddur. Þessi orð segja mikið um hve þessi litla saga er stór í bókmenntalegu tilliti, en margir telja einmitt Crane hafa verið fyrsta raunsæishöfund Bandaríkjamanna og að hann hafi rutt brautina fyrir ekki ómerkari menn en Ernest Hemingway, William Faulkner og John Steinbeck. Söguna skrifaði Crane á Englandi árið 1897, þremur árum áður en hann lést.

Sagan gerist í litlum bæ í Nebraska. Lestin kemur til bæjarins og Scully, hótelstjóri Bláa hótelsins, nær með harðfylgi að klófesta þrjá ferðalanga til að gista á sínu hóteli. Einn þeirra er kúreki sem er á leið vestur þar sem hann ætlar að vinna á búgarði, annar er hljóðlátur maður sem kemur að austan og sá þriðji er Svíi sem á greinilega við einhverja andlega erfiðleika að stríða. Er mikið um trúarlegar vísanir í þessari sögu sem vert er að huga að við lestur hennar, en Crane ólst upp í mjög trúríku umhverfi og þó svo að hann hafi gengið af trúnni þrettán ára gamall að eigin sögn má merkja þetta uppeldi í flestum sögum hans.

Við greiningu á sögunni hafa margir líkt þessum þremur ferðalöngum við vitringana þrjá úr Biblíunni sem komu úr austri að leita að frelsaranum nýfæddum og að Scully hótelstjóri sé fjarskyldur sjálfum Pontíusi Pílatusi sem þvoði hendur sínar af öllu. En ólíkt vitringunum lenda þessir þrír í átökum sem eiga eftir að hafa alvarlegar afleiðingar.

Sagan er sögð í þriðju persónu og höfundur laumar sínum lífsskoðunum inn á milli myndrænna lýsinga og skemmtilegra samtala, en eitt af því sem höfundur er greinilega að skoða í sögunni er hvaða hlutverki umhverfið gegni í lífi manna. Þá hafa menn leitt að því líkum að málpípa höfundarins í sögunni sé hljóði maðurinn að austan og er vert að skoða síðasta kaflann í því ljósi.

Greg W les á ensku.

Sögur á ensku
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:08:07 65,5 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
68.00
The Blue Hotel
Stephen Crane