Blýantsmynd

Sigurður Róbertsson
5
Average: 5 (1 vote)

Íslenskar smásögur

ISBN 978-9935-28-153-1

Um söguna: 
Blýantsmynd
Sigurður Róbertsson
Íslenskar smásögur

Smásagan Blýantsmynd er áhugaverð smásaga eftir Sigurð Róbertsson. Er þetta raunsönn saga sem segir frá ungum munaðarleysingja, Þórarni, sem elst upp á sveit, og hlutskipti hans í lífinu. Drengurinn rekst illa í lífinu og úr verður að presturinn í sveitinni tekur hann að sér með hæstu meðgjöf. Þar kynnist hann Maju dóttur prestsins og þau verða vinir. Þó svo að Þórarinn eigi erfitt með nám og flest annað er hann drátthagur og teiknar flestum stundum. Nú er bara að heyra hvernig lífið nærir hann. Sagan kom út í smásagnasafninu Lagt upp í langa ferð árið 1938.

Sigurður var kunnur rithöfundur á sínum tíma og hlaut ýmsar viðurkenningar á löngum ritferli, ekki síst fyrir leikrit sín, en af þekktum leikritum hans má nefna Uppskera óttans (1955) og Mold (1966). Arfleifð frumskógarins var fimmta skáldsaga Sigurðar, en áður höfðu komið út sögurnar Augu mannanna (1946), Vegur allra vega (1949), Bóndinn í Bráðagerði (1954) og Gróðavegurinn (1956). Sigurður lést árið 1996. Hægt er að nálgast fleira skemmtilegt efni eftir Sigurð á Hlusta.is.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Íslenskar smásögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:46:58 43 MB

Minutes: 
47.00
ISBN: 
978-9935-28-153-1
Blýantsmynd
Sigurður Róbertsson