The Bet eða Veðmálið er smásaga eftir Anton Chekhov. Hér segir frá bankastarfsmanni og ungum lögfræðingi sem veðja sín á milli um það hvort dauðarefsing sé betri eða verri en lífstíðarfangelsi. Sagan kom fyrst út árið 1889.
Anton Chekov (1860‐1904) var rússneskur smásagnahöfundur, leikritaskáld og læknir. Hann var gríðarlega vinsæll í Rússlandi meðan hann lifði og er enn í dag eitt af stóru nöfnunum í rússneskum bókmenntum. Vilja margir meina að Chekov sé einn fremsti smásagnahöfundur sem uppi hafi verið. Stíll hans er oftast látlaus, en styrkur hans felst einkum í því sem hann velur að segja og kannski enn frekar í þögnunum og því sem hann velur að segja ekki.
Alan Davis Drake les á ensku.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 00:18:56 17,3 MB
