Axel

Esaias Tegnér

Um söguna: 

Ljóðaflokkurinn Axel eftir Esaias Tegnér kom út í íslenskri þýðingu Steingríms Thorsteinssonar árið 1857, en upprunaleg útgáfa Tegnérs kom út í Lundi árið 1822. Eins og aðrar þýðingar Steringríms er hér um að ræða afar smekkvísa þýðingu þar sem þýðandinn bæði fangar kjarna hins upprunalega ljóðs og færir það um leið í fagran listrænan íslenskan búning og eru fáir sem hafa kunnað þá list betur en Steingrímur.

Tegnér orti ljóðið á haustdögum árið 1821 en þá var hann að jafna sig eftir mikil veikindi. Þetta merka rómantíska frásagnarljóð, sem segja má að sé ort í Byronískum anda, varð mjög vinsælt og segir af ástum og stríði. Naut þýðing Steingríms mikilla vinsælda á Íslandi eins og upprunalega ljóðið hafði gert í Svíþjóð.

Rétt er að geta þess að bókin innihélt einnig tvö stök ljóð eftir Tegnér í þýðingu Steingríms og eru þau látin fylgja með. Um er að ræða ljóðin Karl tólfti, sem hann orti 1818 og er þjóðsöngur Svía, og Sólar óður (Solsangen).

Esaias Tegnér (1782-1846) var sænskur rithöfundur og skáld, prófessor í grísku og biskup. Er hann af mörgum talinn faðir nútíma ljóðlistar í Svíþjóð.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

 

Ljóð
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:23:58 80,7 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
84.00
Axel
Esaias Tegnér