Austur í blámóðu fjalla

Aðalsteinn Kristjánsson

Um söguna: 

Hér er á ferðinni stórmerk og skemmtileg bók sem gefin var út árið 1917 í Winnipeg. Höfundurinn, Sveinn Aðalsteinn Kristjánsson (1878-1949), var fæddur á Bessahlöðum í Öxnadal og ólst upp á bænum Flögu í Hörgárdal með foreldrum sínum þangað til faðir hans dó árið 1887. Skömmu síðar fluttist hann til Vesturheims. Eftir lok fyrri heimsstyrjaldar gekk hann í kanadíska herinn en lengstum starfaði hann sem byggingameistari og rithöfundur, síðast í Hollywood í Bandaríkjunum. Voru tengsl hans við Ísland ávallt sterk og arfleiddi hann Eyjafjarðarsýslu að eignum sínum.

Er bókinni skipt í fjóra hluta og er fyrsti hlutinn ferðasaga Aðalsteins til Íslands á æskuslóðir árið 1914. Er sú frásögn mjög upplýsandi og skemmtileg.

Annar hluti bókarinnar segir sögu New York borgar og er það mjög svo áhugaverð umfjöllun um tilurð þessarar miklu borgar frá upphafi og fram til þess tíma er frelsisstríði Bandaríkjamanna gegn Englendingum lýkur. Hefst sú frásögn í 37. lestri.

Þriðji hluti bókarinnar nefnist New York á vorum dögum og lýsir borginni og mannlífinu þar af stakri snilld eins og það var árið 1916. Hefst sá kafli á 54. lestri.

Fjórði og síðasti hluti bókarinnar er svo nokkurs konar lofgjörð um Ísland en hann hefst á lestri 71 og kallast: Hví söknum við Íslands?

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Ævisögur og frásagnir
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 10 klst 55 mín 628,1 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
655.00
Austur í blámóðu fjalla
Aðalsteinn Kristjánsson