Hér er á ferðinni rómantísk spennusaga af gamla skólanum, en slíkar sögur nutu gríðarlegra vinsælda hér fyrr á árum. Í sögunni segir frá athafnamanninum Scarlett Trent sem er af lágum stigum en hefur risið til auðs og metorða er hann fann gullnámu í Afríku. Þegar hann virðist vera búinn að ryðja öllum hindrunum úr vegi vakna draugar fortíðarinnar upp og setja allt aftur á byrjunarreit. Þetta er spennandi saga um ástir og örlög.
Sagan kom fyrst út á Íslandi árið 1930 og var gefin út af Framtíðarútgáfunni í Hafnarfirði. Þýðanda er ekki getið. Hægt er að nálgast fleiri sögur eftir Oppenheim á Hlusta.is.
Enski rithöfundurinn Edward Phillips Oppenheim (1866-1946) var á sínum tíma gríðarlega afkastamikill og vinsæll höfundur spennusagna. Hann skrifaði yfir 100 skáldsögur á árunum 1887-1943 og fjölda smásagna. Fjölmargar sögur hans hafa verið kvikmyndaðar.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 07:44:22 425 MB
