Alice's Adventures in Wonderland (eða Lísa í Undralandi á íslensku) er skáldsaga eftir breska rithöfundinn og heimspekinginn Lewis Carroll. Sagan kom fyrst út árið 1865 og birtist hér í styttri útgáfu.
Bókin er sú fyrsta í bókaröð sem segir frá uppátækjum ungrar stúlku að nafni Alice, sem hefur ögn frjórra ímyndunarafl en flestir, og ferðum hennar í ímyndunarheim þar sem ýmsar furðuverur búa. Sagan er uppfull af þrautum, rökvillum, mótsögnum og öðrum heimspekilegum vangaveltum höfundarins.
Sagt er að sagan um Alice hafi verið sögð í fyrsta skipti um borð í árabát, en þar kepptist Carroll við að halda litlum frænkum sínum uppteknum með því að spinna söguna. Þegar sagan var svo skrifuð tók hún á sig nýjar víddir.
Phil Chenevert les á ensku.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 01:05:19 59,8 MB