Útlagar

Theódór Friðriksson
4
Average: 4 (2 votes)

Íslenskar skáldsögur

ISBN 978-9935-16-629-6

Um söguna: 

Skáldsagan Útlagar eftir Theódór Friðriksson kom út árið 1922 og var fjórða bók höfundar. Er þetta skáldsaga um hákarlamenn og líf þeirra á sjó og landi. Við kynnumst þessum horfna heimi í gegnum Nonna, fátækan sveitapilt, sem heldur á sjóinn til að bera björg í bú. Sagan er sögð af mikilli einlægni og næmni fyrir viðfangsefninu og gefur okkur fáséða innsýn inn í þennan heim og þennan tíma. Þá er stíllinn þróttmikill og laus við allt tildur. Í sögunni er einnig að finna mjög svo áhugaverðar hugleiðingar um ástina, trúna og það að lifa af í óblíðum heimi. Er þetta frábær saga sem enginn unnandi íslenskra bókmennta ætti að láta framhjá sér fara.

Theódór sjálfur var af fátæku fólki kominn og þurfti alla tíð að strita fyrir brauði sínu. Er það með ólíkindum hvernig þessum nánast ómenntaða alþýðumanni, sem bjó við hin kröppustu kjör, tókst að skrifa jafn eftirminnileg verk og raun ber vitni. Kunnasta verk Theódórs er án efa hin stórkostlega sjálfsævisaga hans Í verum, sem einnig er aðgengileg hér á Hlusta.is ásamt fleiri verkum höfundar.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Íslenskar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:46:40 317 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
ISBN: 
978-9935-16-629-6
Útlagar
Theódór Friðriksson