img

Út yfir gröf og dauða

Charles L. Tweedale

Lengd

10h 38m

Tungumál

Icelandic

Enfisflokkur

Fróðleikur

Bók þessi, sem gefin var út í Bretlandi árið 1909, fjallar eins og nafnið gefur til kynna um líf að loknu jarðlífi, enda höfundur áhrifamikill meðal spíritista í heimalandi sínu á fyrri hluta síðustu aldar.

Tweedale fjallar um rannsóknir á hinu dulræna, um svipi sem fólk hefur séð og óútskýrða atburði sem það hefur upplifað. Hann vitnar auk þess í Biblíuna um sýnir, vitranir og aðra dularfulla atburði til að styðja mál sitt.

Charles L. Tweedale var prestur, vísindamaður og rithöfundur og kvað hafa verið býsna góður tónlistarmaður. Hann skrifaði einnig bækur um stjörnufræði og er sagður hafa uppgötvað halastjörnu. Hann lést árið 1944.

Bókin Út yfir gröf og dauða var gefin út í íslenskri þýðingu árið 1919 að tilhlutan Sálarrannsóknafélags Íslands. Útgefandi var Þorsteinn Gíslason. Sigurður Kristófer Pétursson þýddi bókina, en Haraldur Níelsson skrifaði inngang að henni.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

Sýna minna

Forsíða

Flokkar

Leit

Bókasafnið þitt

Valmynd

Innskráning